„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:30 Luis Rubiales er forseti spænska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Luis Rubiales hefur verið í sviðsljósinu eftir að Spánn tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Eftir leikinn sást hann kyssa leikmann Jennifer Hermoso liðsins á munninn þegar hann óskaði henni til hamingju með sigurinn. Hann baðst á endanum afsökunar eftir að hafa áður gert lítið úr atvikinu. Þá sást hann einnig grípa um klof sitt í stúkunni þegar hann fagnaði sigrinum, nánast fyrir framan nefið á spænsku konungsfjölskyldunni. Spænsk knattspyrnuyfirvöld hafa boðað til krísufundar sem gæti jafnvel farið fram strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál. Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar. Notaði peninga sambandsins til að greiða fyrir ferð til New York Sú vörn gæti hins vegar reynst þrautin þyngri þar sem ásökunum á hendur Rubiales fjölgar enn. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa tekið mexíkanska konu með sér í sex daga frí til New York undir því yfirskini að um vinnutengda ferð væri að ræða. Peningar spænska knattspyrnusambandsins voru meðal annars notaðir til að greiða fyrir flug, hótelherbergi og bílaleigubíl á meðan á ferðinni stóð. Þá á Rubiales að hafa logið til um fundi sem hann ætlaði að sækja. Hann er sagður hafa sagt við sitt nánasta fólk að segja að hann myndi sækja fundi með forráðamönnum MLS-deildarinnar og borða kvöldverð með fólki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt El Confidencial áttu þessir fundir sér aldrei stað. Rannsókn er hafin á málinu en Rubiales gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Sakaður um kynferðislega áreitni í viðurvist stórstjarna Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Umrætt atvik á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Aðspurð af hverju hún hafi stigið fram nú svarar Cruz: „Nú trúir fólk mér í ljósi þess að hann kyssti Hermoso án hennar samþykkis. Það kom mér ekki á óvart því ég hef þekkt hann í mörg ár og þjáðst vegna hans. Það sem kom mér á óvart var að hann gerði þetta fyrir allra augum.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Tengdar fréttir Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Luis Rubiales hefur verið í sviðsljósinu eftir að Spánn tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Eftir leikinn sást hann kyssa leikmann Jennifer Hermoso liðsins á munninn þegar hann óskaði henni til hamingju með sigurinn. Hann baðst á endanum afsökunar eftir að hafa áður gert lítið úr atvikinu. Þá sást hann einnig grípa um klof sitt í stúkunni þegar hann fagnaði sigrinum, nánast fyrir framan nefið á spænsku konungsfjölskyldunni. Spænsk knattspyrnuyfirvöld hafa boðað til krísufundar sem gæti jafnvel farið fram strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál. Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar. Notaði peninga sambandsins til að greiða fyrir ferð til New York Sú vörn gæti hins vegar reynst þrautin þyngri þar sem ásökunum á hendur Rubiales fjölgar enn. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa tekið mexíkanska konu með sér í sex daga frí til New York undir því yfirskini að um vinnutengda ferð væri að ræða. Peningar spænska knattspyrnusambandsins voru meðal annars notaðir til að greiða fyrir flug, hótelherbergi og bílaleigubíl á meðan á ferðinni stóð. Þá á Rubiales að hafa logið til um fundi sem hann ætlaði að sækja. Hann er sagður hafa sagt við sitt nánasta fólk að segja að hann myndi sækja fundi með forráðamönnum MLS-deildarinnar og borða kvöldverð með fólki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt El Confidencial áttu þessir fundir sér aldrei stað. Rannsókn er hafin á málinu en Rubiales gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Sakaður um kynferðislega áreitni í viðurvist stórstjarna Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Umrætt atvik á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Aðspurð af hverju hún hafi stigið fram nú svarar Cruz: „Nú trúir fólk mér í ljósi þess að hann kyssti Hermoso án hennar samþykkis. Það kom mér ekki á óvart því ég hef þekkt hann í mörg ár og þjáðst vegna hans. Það sem kom mér á óvart var að hann gerði þetta fyrir allra augum.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Tengdar fréttir Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30
Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00