Meintur handrukkari aftur á bak við lás og slá Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 15:21 Maðurinn er á leiðinni í fangelsi aftur. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmanni verði gert að afplána 445 daga eftirstöðvar fangelsisdóms, sem hann fékk reynslulausn á í lok árs 2021. Maðurinn er með 26 mál í ferli hjá lögreglu, þar á meðal tvö sem varða grun um frelsisviptingar og stórfelldar líkamsárásir. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem krafðist þess að manninum yrði gert að afplána eftirstöðvarnar, segir að maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu í málum þar sem fyrir liggur sterkur grunur um að hann hafi meðal annars gerst sekur um brot sem varðað geta allt að tíu ára fangelsi. „Hefur hann að mati lögreglustjóra með háttsemi sinni undanfarið þannig rofið gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar.“ Þrjú nægilega alvarleg mál Í úrskurði héraðsdóms segir að samkvæmt lögreglunni sé maðurinn með 26 ókláruð mál í kerfinu. Krafa hennar byggi hins vegar aðeins á þremur málum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga um sex ára refsiramma. Í því fyrsta er hann undir grun um þjófnað í félagi við annan mann með því að hafa stolið verkfærum í Hafnarfirði í júní þessa árs. „Við skoðun lögreglu á upptöku vegna málsins var að sjá aðila sem lögregla þekkir sem kærða. Þá bárust lögreglu áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að kærði væri með á leigu geymslu að [...] í Garðabæ og þar væri að finna þýfi. Kvaðst upplýsingagjafinn margoft hafa séð [manninn] koma með þýfi í geymsluna og nú síðast úr innbrotinu að [...]. Verkfærin fundust í kjölfarið í geymslunni,“ segir í dóminum. Hið annað var öllu alvarlegra. Þar er maðurinn grunaður um frelsissviptingu, rán og líkamsárás í félagi við aðra menn á Akureyri seinna í júní þessa árs. Loks er maðurinn grunaður um sömu brot í Hafnarfirði í júlí í fyrra. Sterkur grunur í einu máli Í niðurstöðukafla dómsins segir að að virtum fyrirliggjandi málsgögnum má fallast á það með lögreglu að sterkur grunur sé uppi um að maðurinn hafi framið líkamsárás, frelssviptingu og rán á Akureyri. Það sé byggt á framburði vitnis, brotaþola og tveggja annarra sakborninga í málinu. „Annar þeirra lýsti því meðal annars að hafa fengið kærða ásamt öðrum manni til að taka í brotaþola en vísað var í skuld brotaþola í þeim efnum. Þá lýsti sá síðarnefndi margvíslegu ofbeldi af hálfu kærða í garð brotaþola, en kærði hafi meðal annars notað í þeim efnum hamar og kylfu með oddi. Hann hafi verið klæddur svörtum hönskum og slegið brotaþola margsinnis. Kærði hafi einnig tekið armbandsúr af brotaþola og rafhlaupahjól hans,“ segir í dóminum. Hvað hin brotin varðar sé aðeins uppi rökstuddur grunur um brot og skilyrði laganna um sterkan grun ekki uppfyllt.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira