Arna Ýr er margfaldur sigurvegari fegurðarsamkeppna hér á landi en hún hampaði titilinum Ungfrú Ísland árið 2015 og vann sömuleiðis keppnina Miss Universe Iceland árið 2017.
Vignir hefur getið sér góðs orðs sem kírópraktor en hann rekur stofuna Líf Kíróprakt ásamt Guðmundi Birgissyni, betur þekktur sem Gummi kíró.
Parið vakti mikla athygli þegar það deildi myndbandi af fæðingu yngri sonar síns sem fæddist í rósabaði í stofunni heima en fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu, fædda 21. júní árið 2019.
Sonurinn, Nói, fæddist sama dag tveimur árum síðar eða árið 2021 og er því tveggja ára. Von er á litla krílinu í febrúar á næsta ári en parið tilkynnti heldur snemma um meðgönguna því Arna er einungis komin átta vikur á leið. Sjálf segist hún gríðarlega spennt og hafi því viljað deila gleðifréttunum sem allra fyrst en parið gekk í hjónaband fyrr í sumar og eyddu hveitibrauðsdögunum í draumkenndu fríi við ítalskar strendur.
Vilja fara öðruvísi leið
Í fallegri færslu á Instagram deila hjónin fréttunum sem þau birtu í formi reels en þar segja þau:
Eins og þið sáuð eigum við von á barni númer þrjú. Smá Ítalíu brúðkaupsferðarglaðningur sem kom með okkur heim. Yndislegt, við erum komin stutt en viljum vekja athygli á að því það má tilkynna snemma og ef eitthvað myndi gerast myndum við pott þétt deila því þetta er gangur lífsis. Plús það að það hefur verið erfitt áður fyrr að líða illa og þurfa að skýla sér á bakvið brosandi grímu og allt þetta. Við viljum fara öðruvísi leið að þessu og sýna að það er flott að gera þetta hvernig sem er. Lífið tekur mann í allar áttir og þetta litla kríli er hjartanlega velkomið.
Óvíst er þó hvort hjónin hafi vitað um laumufarþegann meðan á ferðinni stóð en ljóst er að það verður mikið fjör á heimilinu á komandi tímum.