„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2023 09:02 Vilhjálmur Árnason segir grundvöllur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins vera algerlega brostinn. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Vilhjálmur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem samgöngusáttmálinn og Borgarlínan sérstaklega voru til umræðu. Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra og samflokksmaður Vilhjálms, sagði á flokksráðsfundi um helgina að fjárhagslegar forsendur fyrir samgöngusáttmála væru ekki lengur til staðar. Vilhjálmur sagði í viðtalinu að Borgarlínan væri einungis partur af samgöngusáttmálanum. Hann sagði hins vegar framvinda sáttmálans hafa þróast þannig að hann væri í raun ekki farinn af stað nema hönnunar- og undirbúningsvinna. „Við erum hér fjórum árum síðar frá því að skrifað var undir hann. Framkvæmdaröðin hefur raskast og kostnaður hækkað mikið. Ég held að það sé komið í ljós að við höfum farið af stað í of umdeilt og stórt verkefni og það hefur bara orðið umdeildara. Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta sé orðinn of stór fíll til að borða í einum bita,“ segir Vilhjálmur og segist þar eiga við samgöngusáttmálann í heild sinni. Kostnaðurinn rokið upp úr öllu valdi Ríkið og sex sveitarfélög standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem undirritaður var í september 2019. Felur hann í sér sameiginlega framtíðarsýn og markmið fyrir samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en um var að ræða mestu fjárfestingar í samgönguinnviðum í sögu svæðisins og uppbyggingin hugsuð fyrir alla samgöngumáta. Vilhjálmur segir Borgarlínuna þó hafa verið umdeildust og það snúi ekki bara að kostnaðhliðinni. „Kostnaðurinn er búinn að rjúka upp úr öllu valdi. Forgangsröðun framkvæmda, sem aðilar voru sammála um, hefur algerlega raskast og ekki hefur verið farið eftir því. Þar vil ég meina – eftir að hafa rætt við marga aðila í þessu – að skipulagsyfirvöld, sérstaklega hér í Reykjavík, hafi ekki unnið eftir sáttmálanum. Það verður bara að segjast eins og er. Flest af því sem hefur tafist er út af því að skipulagsmál og skipulagsáætlanir höfuðborgarsvæðisins eru ekki tilbúnar. Grundvöllur samningsins er algerlega brostinn, bæði fjárhagslega og skipulagslega, líka varðandi framkvæmdaröð. Það stendur til dæmis að það eigi að fara strax í umferðarstýringu, ljósastýringar. Það var búið að forgangsraða Arnarnesveginum, sem er reyndar að fara af stað loks núna. Gatnamótin við Bústaðarveg, nú er búið að fresta þeim um einhver sex, sjö ár í viðbót,“ segir Vilhjálmur. Sníða stakk eftir vexti Nefndarformaðurinn segir að hann telji að ekki eigi að festast í því hvort þessi sáttmáli lifi af eða ekki. „Það sem við berum ábyrgð á núna er að við finnum lausnir í að koma samgönguframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað og hvernig við gætum eflt hér almenningssamgöngur og hvernig fólk á höfuðborgarsvæðinu geti komist leiðar sinnar, sama hvaða samgöngumáta það kýs að nota. Borgarlínan er ekkert annað heldur en að þú komist frá A til B án þess að stoppa fimmtíu sinnum á leiðinni. Með breyttu kerfi Strætó þá geturðu náð því. Já, já þú mátt kalla það Borgarlína eða hvað sem er. Ég er bara sammála því að við verðum að fara í það núna að gera Strætó rekstrarhæfan. Hann þarf að komast hraðar á milli staða til einhver vilji nota hann. Þá þurfum við að fjölga forgangsakreinum og fara í umferðarstýringuna sem átti að fara í strax. Þetta þarf að gerast. Við þurfum að sníða stakk eftir vexti og fara af stað,“ segir Vilhjálmur.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Reykjavík Borgarlína Strætó Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira