Enski boltinn

Van Dijk gæti endað í fjögurra leikja banni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Van Dijk var ekki sáttur.
Van Dijk var ekki sáttur. Ian MacNicol/Getty Images

Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, gæti verið á leið í fjögurra leikja bann í ensku úrvalsdeildinni.

Van Dijk sá rautt þegar Liverpool kom til baka gegn Newcastle United um liðna helgi. Marki undir og manni færri kom Bítlaborgarliðið til baka og vann frábæran 2-1 sigur þökk sé tvennu varamannsins Darwin Núñez.

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var allt annað en sáttur með rauða spjaldið og hvað þá að Van Dijk væri á leiðinni í þriggja leikja bann.

„Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði sá þýski.

Nú hefur enski miðillinn The Times greint frá því að Van Dijk gæti fengið fjögurra leikja bann vegna hegðunar sínar í garð dómara leiksins, John Brooks, í kjölfar rauða spjaldsins. Van Dijk neitaði að yfirgefa völlinn sem og hann lét Brooks fá það óþvegið.

Enska knattspyrnusambandið tekur alvarlega á svona málum og telur The Timas líklegast að Van Dijk fái auka leik í bann vegna hegðunar sinnar. Gangi það eftir mun miðvörðurinn missa af leikjum gegn Aston Villa, Úlfunum, West Ham United og Tottenham Hotspur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×