Fótbolti

Enska knattspyrnusambandið kærir Van Dijk

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Van Dijk var allt annað en sáttur þegar hann fékk að líta rauða spjaldið.
Van Dijk var allt annað en sáttur þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Ian MacNicol/Getty Images

Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur kært hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, fyrir hegðun sína eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Newcastle síðastliðinn sunnudag.

Van Dijk var allt annað en sáttur við ákvörðun John Brooks, dómara leiksins, eftir að hann felldi Alexander Isak, sóknarmann Newcastle. Dómarateymið taldi að Van Dijk hafi rænt Isak upplögðu marktækifæri.

Hollenski varnarmaðurinn mótmælti dómnum lengi áður en hann fór loks af velli. Enska knattspyrnusambandið segir að Van Dijk hafi notað niðrandi orð um dómara leiksins.

Van Dijk gæti því átt yfir höfði sér allt að fjögurra leikja bann sem þýðir að hann myndi missa af leikjum gegn Aston Villa, Wolves og West Ham, sem og stórleik gegn Tottenham í lok septembermánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×