„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Aron Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2023 23:31 Víkingsmæðgurnar Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdótttir mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur. Vísir/Skjáskot Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira