Innlent

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður fylgst með gangi mála á Egilsstöðum þar sem ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnir um framhald eða frekari frestun hvalveiða í dag og gert ráð fyrir að hún hafi sagt frá ákvörðun sinni á ríkisstjórnarfundinum.

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður okkar er á Egilsstöðum og fylgist með gangi mála. Hún kemur inn í beina útsendingu í fréttatímanum.

 Einnig verður rætt um hvalveiðarnar við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, og Katrínu Oddsdóttur, lögmann og félagsmann Náttúruverndarsamtaka Íslands. 

Sagt verður frá því að fyrsta haustlægðin nálgist nú landið. Fólk er hvatt til þess að festa niður lausamuni í dag, en trampólínin gætu verið komin að flug eftir vinnu á morgun, að mati björgunarsveita. Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við sjávarsíðuna vegna ölduhæðar. 

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Arctic fish, sem segir villta laxastofna ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn hins vegar ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. 

Hádegisfréttir á Bylgjunni hefjast klukkan tólf og verður hægt að hlusta í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×