Laugardalsvöllur eini möguleiki Blika hér á landi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 07:31 Ekki er ljóst hvar heimaleikir Blika fara fram. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik komst í gær í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Er þetta í fyrsta skipti sem karlalið frá Íslandi kemst svo langt í Evrópukeppni. Þó mikil gleði fylgi slíkum árangri þá fylgja því líka ýmis vandamál, til að mynda hvar skal spila leikina? Breiðablik sigraði Struga frá Norður-Makedóníu í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Báðum leikjunum lauk með 1-0 sigri og Blikar því verðskuldaðir sigurvegarar. Eftir leik var Höskuldi Gunnlaugssyni tíðrætt um árangur Blika á Kópavogsvelli í Evrópu á undanförnum árum en ljóst er að Breiðablik fær ekki að spila á sínum ástkæra heimavelli í riðlakeppninni. „Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem hægt er að spila heimaleikina hér á landi,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við íþróttavef mbl.is eftir sigur gærkvöldsins. Þá sagði Flosi einnig að reglur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, væru þannig að liðið yrði að spila heimaleiki sína á sama velli. Þannig gæti liðið ekki spilað fyrsta leikinn sinn á Laugardalsvelli og fært sig svo erlendis í desember. „Við munum skoða aðra möguleika, til dæmis erlendis,“ bætti Flosi við í viðtali sínu við mbl.is en Blikar virðast ekki geta farið til Færeyja þar sem KÍ Klaksvík er einnig í riðlakeppninni. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst þann 21. september og lýkur snemma í desember. Þar með er ljóst að Breiðablik myndi leika sinn síðasta „heimaleik“ um miðjan nóvember eða í fyrri part desember. Stóra spurningin fyrir Breiðablik er þá einfaldlega hvort Laugardalsvöllur sé leikfær svo langt inn í veturinn og hvað það myndi kosta að halda vellinum í toppstandi þangað til. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Breiðablik sigraði Struga frá Norður-Makedóníu í umspili um sæti í Sambandsdeildinni. Báðum leikjunum lauk með 1-0 sigri og Blikar því verðskuldaðir sigurvegarar. Eftir leik var Höskuldi Gunnlaugssyni tíðrætt um árangur Blika á Kópavogsvelli í Evrópu á undanförnum árum en ljóst er að Breiðablik fær ekki að spila á sínum ástkæra heimavelli í riðlakeppninni. „Laugardalsvöllur er eini völlurinn sem hægt er að spila heimaleikina hér á landi,“ sagði Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, í samtali við íþróttavef mbl.is eftir sigur gærkvöldsins. Þá sagði Flosi einnig að reglur UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, væru þannig að liðið yrði að spila heimaleiki sína á sama velli. Þannig gæti liðið ekki spilað fyrsta leikinn sinn á Laugardalsvelli og fært sig svo erlendis í desember. „Við munum skoða aðra möguleika, til dæmis erlendis,“ bætti Flosi við í viðtali sínu við mbl.is en Blikar virðast ekki geta farið til Færeyja þar sem KÍ Klaksvík er einnig í riðlakeppninni. Riðlakeppni Sambandsdeildarinnar hefst þann 21. september og lýkur snemma í desember. Þar með er ljóst að Breiðablik myndi leika sinn síðasta „heimaleik“ um miðjan nóvember eða í fyrri part desember. Stóra spurningin fyrir Breiðablik er þá einfaldlega hvort Laugardalsvöllur sé leikfær svo langt inn í veturinn og hvað það myndi kosta að halda vellinum í toppstandi þangað til.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20 Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55 Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. 31. ágúst 2023 19:20
Fyrirliði Breiðabliks eftir afrek kvöldsins: „Hugrekki, trú og barnaháttur hefur skilað okkur hingað“ „Ótrúlega stoltur, þetta er búið að vera vegferð sem við hófum fyrir þremur árum, eiginlega fjórum. Hugrakkir og barnalegir í Þrándheimi, skíttöpuðum þar. Það í raun lagði fyrsta steininn að þessu,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. 31. ágúst 2023 19:55
Enn að átta sig á afrekinu: „Maður lagði bara allt í sölurnar í dag“ Viktor Karl Einarsson, markaskorari Breiðabliks í leiknum mikilvæga í kvöld gegn Struga í Sambandsdeild Evrópu, segir tilfinninguna sem fylgir því að hafa tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni fyrst íslenskra karlaliða í fótbolta vera ólýsanlega. 31. ágúst 2023 20:30