Frá þessu er greint í tilkynningu KSÍ þar sem segir enn fremur að Guðmundur Þórarinsson hafi verið kallaður inn í hópinn í stað Sverris. Guðmundur, sem leikur með OFI Crete FC, á að baki 12 A-landsleiki.
Breyting á hópnum hjá A landsliði karla fyrir leikina í september. Sverrir Ingi Ingason er meiddur og hefur Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, kallað Guðmund Þórarinsson í hópinn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki. https://t.co/KvhsNXWVnJ pic.twitter.com/cElPNQSYfL
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 1, 2023
Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar.
Einn nýliði er í íslenska hópnum, Orri Steinn Óskarsson, nítján ára framherji FC Kaupmannahafnar. Hann hefur skorað 21 mark í 33 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki í hópnum. Hann hefur ekkert spilað með Al Arabi undanfarnar vikur. Birkir Bjarnason, Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson eru heldur ekki með.