David Beckham, eigandi Inter Miami, fékk Chueko til að gæta Messis eftir að argentínski snillingurinn gekk í raðir félagsins. Chueko er fyrrverandi hermaður og tók þátt í stríðum Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Hann hefur þar að auki keppt í MMA, tækvondo og hnefaleikum.
Chueko fylgir Messi hvert fótspor og er alltaf á tánum. Það sást bersýnilega í leik Los Angeles og Inter Miami í gær.
Aðdáandi Messis klæddur treyju Barcelona hljóp þá inn á völlinn, í átt að Argentínumanninum og reyndi að faðma hann. Chueko brást snöggt við og stöðvaði aðdáandann með því að taka hann hálstaki.
A fan has tried to touch Messi.
— Tulip (@tulipfcb) September 4, 2023
Look at the bodyguard pic.twitter.com/u9gnhrKqqz
Atvikið virtist ekki trufla Messi sem lagði upp tvö mörk í 1-3 sigri Inter Miami á meisturum Los Angeles. Messi hefur skorað ellefu mörk og gefið fimm stoðsendingar í ellefu leikjum með Inter Miami.
Messi trekkir að en Leikararnir Leonardo DiCaprio, Edward Norton, Will Ferrell, Tom Holland, Toby Maguire, Owen Wilson og Gerard Butler mættu á leikinn í Los Angeles í nótt ásamt Harry fyrrverandi Bretaprins og tónlistarfólkinu Selenu Gomez, Liam Gallagher og Nas.