Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 22:10 Antony gekk í raðir Manchester United sumarið 2022. Naomi Baker/Getty Images Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman. Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023 Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli. Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað. Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman. „Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins. #MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023 Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið. Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman. Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023 Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli. Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað. Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman. „Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins. #MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023 Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið.
Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira