Fótbolti

Full­yrða að þjálfari heims­meistaranna verði látinn fara í vikunni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jorge Vilda (t.h.) gerði Spánverja að heimmsmeisturum kvenna í fyrsta sinn í sögunni. Hann er þó langt frá því að vera laus við að vera umdeildur.
Jorge Vilda (t.h.) gerði Spánverja að heimmsmeisturum kvenna í fyrsta sinn í sögunni. Hann er þó langt frá því að vera laus við að vera umdeildur. Maja Hitij - FIFA/FIFA via Getty Images

Spænski miðillinn Sport.es greindi frá því í gærkvöldi að búið sé að taka ákvörðun um að láta Jorge Vilda, þjálfara spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, taka poka sinn í vikunni.

Vilda gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni í kvennaflokki í síðasta mánuði, en þrátt fyrir það hefur hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, verið efst á baugi í fréttaflutningi eftir mótið.

Rubialessmellti rembingskossi á Jenni Hermoso gegn hennar vilja í verðlaunaafhendingunni og í kjölfarið var hann dæmdur í 90 daga bann frá afskiptum af knattspyrnu af FIFA. Á neyðarfundi spænska sambandsins sást Vilda svo klappa fyrir ræðu Rubiales þar sem hann sagðist ekki ætla að hætta sem forseti. Í ræðunni bauð Rubiales Vilda einnig nýjan ofursamning og því nokkuð ljóst að þeir félagar styðja við bakið á hvorum öðrum.

Þá hjálpar það líklega ekki stöðu Vilda sem þjálfari spænska kvennalandsliðsins að fyrir heimsmeistaramótið ríkti einnig mikil ólga í kringum liðið. Fjöldi leikmanna neituðu að æfa og spila fyrir landsliðið á meðan Vilda var við völd og 15 leikmenn sendu sameiginlegt bréf á spænska sambandið þar sem því var haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra.

Nú deilir Colin Millar, íþróttafréttamaður hjá The Daily Mail, grein frá spænska miðlinum Sport.es þar sem fullyrt er að Vilda verði látinn hætta sem þjálfari spænska liðsins strax í þessari viku. Búið sé að taka ákvörðunina, en fyrst þurfi Pedro Rocha, bráðabirgðaforseti spænska knattspyrnusambandsins, að funda með Vilda áður en tilkynnt verði um botthvarf þjálfarans.


Tengdar fréttir

Rubiales bauð Vilda nýjan ofursamning í varnarræðu sinni

Luis Rubiales fór mikinn í ræðu sinni á fundi spænska knattspyrnusambandsins, sagðist ekki ætla að segja af sér sem forseti þess og lýsti yfir stuðningi sínum við umdeildan þjálfara kvennalandsliðsins.

Þjálfari spænska kvennalandsliðsins gerir 14 breytingar eftir uppreisn leikmanna

Jorge Vilda, þjálfari spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur gert 14 breytingar á liði sínu fyrir leiki liðsins í október eftir að stór hluti landsliðshópsins sendi bréf á spænska knattspyrnusambandið þar sem því er haldið fram að þjálfarinn hafi haft slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×