„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. september 2023 12:09 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. Vísir/Egill Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki. Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Sautján ára piltur og móðir hans stigu fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær og gagnrýndu vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt. Drengurinn, sem er dökkur á hörund, fór ásamt vini sínum á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ og voru þeir ný mættir að sögn drengsins þegar hópur lögreglumanna veittist að honum á harkalegan hátt. Lögreglan hafi gengið á hann og spurt hvort hann væri með efni eða vopn á sér, beint honum upp að vegg og látið hund leita á honum. Á meðan hafi vinur hans sem er hvítur staðið afskiptalaus fyrir aftan. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir málið sorglegt. „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp og sérstaklega í tengslum við Ljósanótt sem að öðru leyti tókst mjög vel. Þetta er kannski svartur blettur á Ljósanóttinni. Mér þykir þetta leitt og sorglegt að viðkomandi skyldi þurfa lenda í þessu og fjölskylda hans og bara sýni þeim fullan stuðning,“ segir Kjartan. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í fréttum okkar í gær að málið væri litið alvarlegum augum og að vinnubrögð lögreglu yrðu rannsökuð. Málið hefur vakið upp mikil viðbrögð og segja margir það ekki einsdæmi á Suðurnesjum. Kjartan segist ekki hafa heyrt um mörg sambærileg dæmi. „Með því er ég ekki að segja að þau hafi ekki átt sér stað en ég hef ekki fengið upplýsingar eða kvartanir sjálfur beint vegna þess nei.“ Hann bíði nú niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu vegna málsins og vonar að mál að þessu tagi endurtaki sig ekki.
Reykjanesbær Lögreglan Kynþáttafordómar Ljósanótt Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. 4. september 2023 00:03