„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 10:39 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir segir stöðuna í leikskólamálum ekki góða. vísir/egill Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt. Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ljóst er að margir foreldrar bíða óþreyjufullir eftir leikskólaplássi fyrir börn sín. Enn er óljóst hversu mörg börn eru á biðlista eftir plássi en samkvæmt svörum frá borginni er verið að taka þær tölur saman. Laugasól er einn af fjórtán leikskólum borgarinnar þar sem ekki er hægt að fullnýta öll pláss vegna framkvæmda eða áætlaðra framkvæmda. Alls eru 363 pláss ónýtanleg í borginni. Það þýðir þó ekki að þörf sé á viðhaldi í þeim öllum því viðhald á einum stað getur haft áhrif á annan. Sem dæmi; Í leikskólanum Hálsaskógi eru tólf ónýtanleg pláss vegna framkvæmda í tveimur húsum skólans. Á meðan nýtir Háslaskógur pláss í Ævintýraborg í Vogabyggð og því 38 pláss ónýtanleg þar. Í Grandaborg er ekki hægt að nýta 39 pláss vegna framkvæmda og á meðan eru börnin tímabundið í Hagaborg og Gullborg og á meðan eru 19 pláss eru ónýtanleg í Hagaborg og 17 á Gullborg. Í Laugasól er slæm innivist í báðum húsum og framkvæmdir áætlaðar og því ekki hægt að nýta 30 pláss. Á leikskólanum Hlíð eru 54 ónýtanleg pláss vegna framkvæmda og eru börnin tímabundið í Ævintýraborg á Nauthólsvegi og því 23 pláss sem ekki er hægt að nýta þar. „Þetta er náttúrulega ekki góð staða. Við erum í risastóru viðhaldsátaki á leikskólahúsnæði um alla borg á sama tíma og íbúum fjölgar núna á sama tíma meira en nokkru sinni áður í sögu borgarinnar,“ segir Einar Þorsteinsson, oddiviti Framsóknar í borginni. Þá sé börnum að fjölga og borgin sé að reyna anna eftirspurn með uppbyggingu leikskóla. „Vonandi tveir í viðbót núna til áramóta og fimm eftir áramót.“ „En staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona,“ segir Einar sem er þó bjartsýnn á að leikskólavandinn verði leystur. „Ég meina það skortir ekki pólitískan vilja og það skortir ekki fjármagn til að fara í þessi verkefni og það eru allavega tveir mikilvægir þættir sem þarf til að leysa leikskólavandann,“ segir Einar jafnframt.
Leikskólar Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira