Fótbolti

Man United eytt meira en nokkurt annað fé­lag undan­farinn ára­tug

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United hefur eytt meira í leikmenn en nokkurt annað félag í heiminum undanfarinn áratug ef horft  er til nettó eyðslu. Félagið greiddi til að mynda yfir 80 milljónir punda fyrir Antony.
Manchester United hefur eytt meira í leikmenn en nokkurt annað félag í heiminum undanfarinn áratug ef horft  er til nettó eyðslu. Félagið greiddi til að mynda yfir 80 milljónir punda fyrir Antony. Shaun Botterill/Getty Images

Þegar litið er á nettó eyðslu knattspyrnufélaga síðustu tíu ár má sjá að Manchester United hefur eytt umtalsvert hærri fjárhæðum í leikmenn en nokkurt annað lið í heiminum.

Svissneska fyrirtækið CIES Football Observatory tekur saman eyðslu liða undanfarin ár og má sjá á lista þeirra að Manchester United hefur eytt um 1,67 milljörðum punda í leikmannakaup síðustu tíu ár. Á sama tímabili hefur félagið selt leikmenn fyrir um 481 milljón punda og nettó eyðsla félagsins er því um 1,19 milljarðar punda. Það samsvarar um 200 milljörðum íslenkra króna.

Chelsea, sem farið hefur mikinn í félagsskiptagluggum síðustu tveggja ára, situr í öðru sæti listans með um 883 milljónir punda í nettó eyðslu. Þar á eftir kemur franska félagið PSG með 863 milljónir punda.

Það kemur kannski fáum á óvart að lið úr ensku úrvalsdeildinni raði sér í efstu sæti listans. Alls leika þrettán lið af tuttugu meslu eyðsluklónum í ensku úrvalsdeildinni og sjö þeirra eru á topp tíu listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×