„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. september 2023 16:36 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru sammála um að verðbólgan yrði fyrirferðarmikil á Alþingi í haust. Vísir/Arnar Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann. Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann.
Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira