Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 21:01 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin. Vísir/Vilhelm Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Sjá meira
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51