„Hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði“ Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 16:10 Þorsteinn Friðrik er eigandi og eini penni Hluthafans, allavega til að byrja með. Hluthafinn/Engstream Viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson hefur hleypt nýjum vefmiðli, Hluthafanum, í loftið. „Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann. Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
„Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann.
Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Neytendur Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira