Enski boltinn

Framrúðan brotin öðru sinni: „Vildi að þeir kynnu að skjóta“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Tom Cairney var ekki ánægður.
Tom Cairney var ekki ánægður. Samsett/Instagram/Getty

Tom Cairney, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, virðist þurfa að athuga betur hvar hann leggur bifreið sinni á æfingasvæði félagsins. Öðru sinni brotnaði framrúða á bíl hans eftir skot frá leikmanni liðsins.

Cairney æfir með Fulham á meðan landsleikjshléinu stendur þar sem hann er ekki í skoska landsliðinu. Hann deildi mynd af framrúðu bíls síns á samfélagsmiðlinum Instagram í gær sem var mölbrotin eftir að bolti hæfði hana.

Þetta er í annað skiptið sem framrúða á bíl hans brotnar vegna skots samherja hans á æfingasvæðinu, en Serbinn Aleksandr Mitrovic þrusaði boltanum í rúðuna í fyrra skiptið.

Ég vildi að framherjar okkar kynnu að skjóta! Hvernig er þetta hægt aftur? sagði Cairney í færslunni á Instagram, sem Fulham deildi á Twitter-síðu félagsins.

Cairney kenndi fyrst brasilíska framherjanum Carlos Vinicius um skotið en baðst svo afsökunar þar sem landi hans Rodrigo Muniz var sá seki í þetta skiptið.

Cairney er ýmist ævintýralega óheppinn, á einkar óskotvissa samherja eða þarf að athuga betur hvar hann leggur bifreið sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×