Fótbolti

Munn­legt sam­komu­lag um fé­laga­skipti í höfn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Marco Veratti virðist vera að yfirgefa PSG líkt og fyrrum liðsfélagi hans Neymar gerði á dögunum.
Marco Veratti virðist vera að yfirgefa PSG líkt og fyrrum liðsfélagi hans Neymar gerði á dögunum. Vísir/Getty

Marco Veratti virðist vera á leið til katarska félagsins Al-Arabi. Félag hans PSG og katarska félagið hafa náð munnlegu samkomulagi um félagaskipti Ítalans.

Marco Veratti hefur verið leikmaður franska félagsins PSG síðan árið 2012. Hann hefur alls leikið 416 leiki fyrir franska liðið og unnið meistaratitilinn í Frakklandi níu sinnum á tíma sínum í París.

Síðustu vikur hefur Veratti verið orðaður við brottför frá PSG og nú virðist sem sögurnar séu að verða að veruleika.

Samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano hafa PSG og katarska félagið Al-Arabi náð samkomulagi um 45 milljón evra kaupverð. Veratti mun í í kjölfarið ferðast til Katar og skrifa undir samning við félagið.

Veratti er afar hæfileikaríkur miðjumaður sem á að baki 55 landsleiki fyrir Ítalíu og var hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×