Fótbolti

Króatar í kjör­stöðu eftir sigur á Armenum

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Króata fyrr í undankeppni EM
Frá leik Króata fyrr í undankeppni EM Vísir/EPA

Karlalandslið Króatíu í fótbolta er í ansi góðum málum í undankeppni EM eftir eins marks sigur á Armeníu á útivelli í kvöld. 

Fyrir leik kvöldsins var ljóst að með sigri myndu Króatar tylla sér á topp riðilsins á markatölu með leik til góða á Tyrki sem sátu fyrir leikinn á toppi riðilsins. 

Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 13.mínútu en það skoraði Andrej Kramaric. Þýðingarmikið mark fyrir Króata sem eru í afar góðri stöðu fyrir þær umferðir sem eftir lifa af undankeppninni. 

Armenar eru þó einnig í fínni stöðu. Þeir sitja í 3.sæti, þremur stigum á eftir Tyrkjum og Króötum og þurfa því ekki að leggja árar í bát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×