Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hiti verði á bilinu sjö til þrettán stig.
„Á morgun verður norðaustlæg átt 3-8 m/s og bjart að mestu en skýjað með rigningu um landið austan- og suðaustanvert. Hiti breytist lítið.
Á föstudag verður suðvestanátt, víða 5-10 m/s. Rigning með köflum vestantil, einkum síðdegis en bjart að mestu austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning með köflum suðaustan- og austantil, en annars þurrt og allvíða bjart. Hiti 8 til 13 stig yfir daginn.
Á föstudag: Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og dálítil rigning um vestanvert landið en úrkomulítið austantil. Hiti 6 til 11 stig.
Á laugardag: Gengur í sunnan og suðaustan 10-18 með rigningu sunnan- og vestanlands, talsverð úrkoma síðdegis. Hægari vindur á norðaustanverðu landinu og þurrt að kalla fram undir kvöld. Hiti 9 til 14 stig.
Á sunnudag: Suðlæg átt og dálitlar skúrir, en léttskýjað norðaustanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast norðaustantil.
Á mánudag: Austlæg átt og víða rigning, en úrkomuminna á suðvestanverðu landinu. Hiti 6 til 11 stig.
Á þriðjudag: Útlit fyrir austlæga átt. Rigning í flestum landshlutum, talsverð úrkoma á Austfjörðum en þurrt að kalla suðvestantil. Hiti breytist lítið.