Flugu saman fram af hárugri bjargbrún Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. september 2023 07:01 Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kurt Uenala standa saman að sýningunni ÞING/THING. Vísir/Vilhelm „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. Þau standa fyrir samsýningunni ÞING/THING í Ásmundarsal og eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - Shoplifter, Hrafnkell og Kurt Teygja sig langt út í hið óþekkta Í Ásmundarsal taka Shoplifter og Hrafnkell yfir sýningarsalinn ásamt því að vera með framúrstefnulegt verk í Gryfjunni í samvinnu við fjöllistamanninn Kurt Uenala. Sýningin einkennist af því óþekkta þar sem listamennirnir rannsaka hversu langt þau geta teygt sig en að sögn þeirra hefur samvinnan hefur gengið gríðarlega vel. „Þessi tilfinning sem við fundum í upphafi var algjörlega rétt. Þetta bara small saman, þetta var engin fyrirhöfn, það var æðislegt flæði, gaman og við að storka hvort öðru aðeins,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur segist þá hafa gefið honum leyfi til að ýta sér aðeins fram af hárugri bjargbrúninni, en hárverkin hafa verið einkennandi fyrir hennar listsköpun og rekur hún meðal annars sýningarrýmið Höfuðstöðin sem er þakið í litríkum hárum. „Já fram af hárugri bjargbrún í þoku, það þarf að þreifa sig áfram og falla fram af. Þá koma vængirnir og við bara flugum,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter og Hrafnkell Sigurðsson vinna vel saman.Vísir/Vilhelm Brothætti listamaðurinn Samvinnan gekk gríðarlega vel að sögn listamannanna og einkenndist hún af miklu trausti. „Maður þarf að vera í ákveðinni auðmýkt og maður þarf að treysta viðkomandi fyrir brothætta listamanninum sem maður er,“ segir Hrafnhildur kímin. Hún og Hrafnkell segjast gjörólík í sinni listsköpun en skarast þó oft á óvæntum stöðum. Þá hafi einnig verið mikilvægt að geta verið berskjölduð saman. „Maður getur leyft sér að vera í óvissu eða vera óöruggur og það er einhver sem að skilur mann,“ segir Hrafnhildur. Hugmyndavinnan tók á sig mynd þegar Hrafnkell heimsótti Hrafnhildi til New York þar sem hún er búsett. Útgangspunktur sýningarinnar eru samhliða heimar sem þetta tvíeyki segir að sé einmitt þau, tveir samhliða heimar. „Við erum með sitthvor verkin en svo er ákveðið mengi þar sem við blöndumst.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þau standa fyrir samsýningunni ÞING/THING í Ásmundarsal og eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - Shoplifter, Hrafnkell og Kurt Teygja sig langt út í hið óþekkta Í Ásmundarsal taka Shoplifter og Hrafnkell yfir sýningarsalinn ásamt því að vera með framúrstefnulegt verk í Gryfjunni í samvinnu við fjöllistamanninn Kurt Uenala. Sýningin einkennist af því óþekkta þar sem listamennirnir rannsaka hversu langt þau geta teygt sig en að sögn þeirra hefur samvinnan hefur gengið gríðarlega vel. „Þessi tilfinning sem við fundum í upphafi var algjörlega rétt. Þetta bara small saman, þetta var engin fyrirhöfn, það var æðislegt flæði, gaman og við að storka hvort öðru aðeins,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur segist þá hafa gefið honum leyfi til að ýta sér aðeins fram af hárugri bjargbrúninni, en hárverkin hafa verið einkennandi fyrir hennar listsköpun og rekur hún meðal annars sýningarrýmið Höfuðstöðin sem er þakið í litríkum hárum. „Já fram af hárugri bjargbrún í þoku, það þarf að þreifa sig áfram og falla fram af. Þá koma vængirnir og við bara flugum,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter og Hrafnkell Sigurðsson vinna vel saman.Vísir/Vilhelm Brothætti listamaðurinn Samvinnan gekk gríðarlega vel að sögn listamannanna og einkenndist hún af miklu trausti. „Maður þarf að vera í ákveðinni auðmýkt og maður þarf að treysta viðkomandi fyrir brothætta listamanninum sem maður er,“ segir Hrafnhildur kímin. Hún og Hrafnkell segjast gjörólík í sinni listsköpun en skarast þó oft á óvæntum stöðum. Þá hafi einnig verið mikilvægt að geta verið berskjölduð saman. „Maður getur leyft sér að vera í óvissu eða vera óöruggur og það er einhver sem að skilur mann,“ segir Hrafnhildur. Hugmyndavinnan tók á sig mynd þegar Hrafnkell heimsótti Hrafnhildi til New York þar sem hún er búsett. Útgangspunktur sýningarinnar eru samhliða heimar sem þetta tvíeyki segir að sé einmitt þau, tveir samhliða heimar. „Við erum með sitthvor verkin en svo er ákveðið mengi þar sem við blöndumst.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira