Flugu saman fram af hárugri bjargbrún Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. september 2023 07:01 Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson og Kurt Uenala standa saman að sýningunni ÞING/THING. Vísir/Vilhelm „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. Þau standa fyrir samsýningunni ÞING/THING í Ásmundarsal og eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - Shoplifter, Hrafnkell og Kurt Teygja sig langt út í hið óþekkta Í Ásmundarsal taka Shoplifter og Hrafnkell yfir sýningarsalinn ásamt því að vera með framúrstefnulegt verk í Gryfjunni í samvinnu við fjöllistamanninn Kurt Uenala. Sýningin einkennist af því óþekkta þar sem listamennirnir rannsaka hversu langt þau geta teygt sig en að sögn þeirra hefur samvinnan hefur gengið gríðarlega vel. „Þessi tilfinning sem við fundum í upphafi var algjörlega rétt. Þetta bara small saman, þetta var engin fyrirhöfn, það var æðislegt flæði, gaman og við að storka hvort öðru aðeins,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur segist þá hafa gefið honum leyfi til að ýta sér aðeins fram af hárugri bjargbrúninni, en hárverkin hafa verið einkennandi fyrir hennar listsköpun og rekur hún meðal annars sýningarrýmið Höfuðstöðin sem er þakið í litríkum hárum. „Já fram af hárugri bjargbrún í þoku, það þarf að þreifa sig áfram og falla fram af. Þá koma vængirnir og við bara flugum,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter og Hrafnkell Sigurðsson vinna vel saman.Vísir/Vilhelm Brothætti listamaðurinn Samvinnan gekk gríðarlega vel að sögn listamannanna og einkenndist hún af miklu trausti. „Maður þarf að vera í ákveðinni auðmýkt og maður þarf að treysta viðkomandi fyrir brothætta listamanninum sem maður er,“ segir Hrafnhildur kímin. Hún og Hrafnkell segjast gjörólík í sinni listsköpun en skarast þó oft á óvæntum stöðum. Þá hafi einnig verið mikilvægt að geta verið berskjölduð saman. „Maður getur leyft sér að vera í óvissu eða vera óöruggur og það er einhver sem að skilur mann,“ segir Hrafnhildur. Hugmyndavinnan tók á sig mynd þegar Hrafnkell heimsótti Hrafnhildi til New York þar sem hún er búsett. Útgangspunktur sýningarinnar eru samhliða heimar sem þetta tvíeyki segir að sé einmitt þau, tveir samhliða heimar. „Við erum með sitthvor verkin en svo er ákveðið mengi þar sem við blöndumst.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þau standa fyrir samsýningunni ÞING/THING í Ásmundarsal og eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Klippa: KÚNST - Shoplifter, Hrafnkell og Kurt Teygja sig langt út í hið óþekkta Í Ásmundarsal taka Shoplifter og Hrafnkell yfir sýningarsalinn ásamt því að vera með framúrstefnulegt verk í Gryfjunni í samvinnu við fjöllistamanninn Kurt Uenala. Sýningin einkennist af því óþekkta þar sem listamennirnir rannsaka hversu langt þau geta teygt sig en að sögn þeirra hefur samvinnan hefur gengið gríðarlega vel. „Þessi tilfinning sem við fundum í upphafi var algjörlega rétt. Þetta bara small saman, þetta var engin fyrirhöfn, það var æðislegt flæði, gaman og við að storka hvort öðru aðeins,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur segist þá hafa gefið honum leyfi til að ýta sér aðeins fram af hárugri bjargbrúninni, en hárverkin hafa verið einkennandi fyrir hennar listsköpun og rekur hún meðal annars sýningarrýmið Höfuðstöðin sem er þakið í litríkum hárum. „Já fram af hárugri bjargbrún í þoku, það þarf að þreifa sig áfram og falla fram af. Þá koma vængirnir og við bara flugum,“ segir Hrafnkell. Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter og Hrafnkell Sigurðsson vinna vel saman.Vísir/Vilhelm Brothætti listamaðurinn Samvinnan gekk gríðarlega vel að sögn listamannanna og einkenndist hún af miklu trausti. „Maður þarf að vera í ákveðinni auðmýkt og maður þarf að treysta viðkomandi fyrir brothætta listamanninum sem maður er,“ segir Hrafnhildur kímin. Hún og Hrafnkell segjast gjörólík í sinni listsköpun en skarast þó oft á óvæntum stöðum. Þá hafi einnig verið mikilvægt að geta verið berskjölduð saman. „Maður getur leyft sér að vera í óvissu eða vera óöruggur og það er einhver sem að skilur mann,“ segir Hrafnhildur. Hugmyndavinnan tók á sig mynd þegar Hrafnkell heimsótti Hrafnhildi til New York þar sem hún er búsett. Útgangspunktur sýningarinnar eru samhliða heimar sem þetta tvíeyki segir að sé einmitt þau, tveir samhliða heimar. „Við erum með sitthvor verkin en svo er ákveðið mengi þar sem við blöndumst.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira