Framtíð enska landsliðs leikmannsins hefur verið í lausu lofti í allt sumar en hann var mikið orðaður við Bayern Munchen í Þýskaland. En hann hefur nú ákveðið að framlengja dvöl sína hjá Englandsmeisturunum en hann kom frá Tottenham árið 2017.
Það hefur alltaf verið stutt í grínið hjá Kyle Walker og því var það vel við hæfi hvernig Manchester City og Walker sjálfur ákváðu að tilkynna framlenginguna en myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
I'm not leaving! pic.twitter.com/kVwGkOz7i9
— Manchester City (@ManCity) September 14, 2023