Enski boltinn

Enn hræddur við Ferguson

Valur Páll Eiríksson skrifar
Young og Ferguson fagna Englandsmeistaratitlinum sem vannst 2013.
Young og Ferguson fagna Englandsmeistaratitlinum sem vannst 2013. Getty

Ashley Young, leikmaður Everton og fyrrum lærisveinn Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, kveðst enn ekki geta kallað hann með nafni. Hann sé aðeins stjóri.

Young gekk í raðir Everton í sumar frá Aston Villa og hefur átt fast sæti í upphafi leiktíðar. Sean Dyche er knattspyrnustjóri liðsins og sá kallar ekki allt ömmu sína. Young var spurður um helgina hvor hræddi hann meira, Dyche eða Ferguson.

„Stjórinn, myndi ég segja,“ segir Young og á við Ferguson.

„Ég get ekki einu sinni kallað hann Fergie vegna þess að hann er enn stjórinn.“

„Ég sagði við einhvern um daginn að þegar hann hringir og þú sérð að stjórinn er að hringja þá þarf að lækka í tónlistinni. Maður er enn hræddur við hann þegar þú tekur upp tólið, jafnvel þó langt sé liðið.“ segir Young.

Ferguson keypti Young frá Aston Villa árið 2011. Hann lék með Manchester United í þrjár leiktíðir undir stjórn Ferguson þar til stjórinn lét gott heita vorið 2013. Young var leikmaður United fram til ársins 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×