Evrópumeistararnir snéru taflinu við í síðari hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2023 20:53 Julian Alvarez skoraði tvívegis fyrir City í kvöld. Will Palmer/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Evrópumeistarar Manchester City unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Rauðu stjörnunni frá Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópi í kvöld. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði heimamanna í Manchester City í fyrri hálfleik tókst liðinu ekki að skora og því stefndi allt í að staðan yrði markalaus í hálfleik. Gestirnir nýttu hins vegar sitt fyrsta og eina færi í fyrri hálfleik þegar Osman Bukari slapp einn í gegn í uppbótartíma og setti boltann í netið framhjá Ederson í markinu. Staðan þvó 0-1 í hálfleik, en Julian Alvarez jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland áður en Argentínumaðurinn kom heimamönnum í forystu á 60, mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Það var svo Rodri sem gulltryggði sigur heimamanna með marki á 73. mínútu og niðurstaðan því 3-1 sigur Evrópumeistara Manchester City. Titilvörnin hefst því á sigri og City er með þrjú stig í G-riðli, líkt og RB Leipzig sem vann 3-1 útisigur gegn Young Boys fyrr í kvöld. Rauða stjarnan og Young Boys eru hins vegar án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Evrópumeistarar Manchester City unnu öruggan 3-1 sigur er liðið tók á móti Rauðu stjörnunni frá Serbíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópi í kvöld. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði heimamanna í Manchester City í fyrri hálfleik tókst liðinu ekki að skora og því stefndi allt í að staðan yrði markalaus í hálfleik. Gestirnir nýttu hins vegar sitt fyrsta og eina færi í fyrri hálfleik þegar Osman Bukari slapp einn í gegn í uppbótartíma og setti boltann í netið framhjá Ederson í markinu. Staðan þvó 0-1 í hálfleik, en Julian Alvarez jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Erling Braut Haaland áður en Argentínumaðurinn kom heimamönnum í forystu á 60, mínútu með marki beint úr aukaspyrnu. Það var svo Rodri sem gulltryggði sigur heimamanna með marki á 73. mínútu og niðurstaðan því 3-1 sigur Evrópumeistara Manchester City. Titilvörnin hefst því á sigri og City er með þrjú stig í G-riðli, líkt og RB Leipzig sem vann 3-1 útisigur gegn Young Boys fyrr í kvöld. Rauða stjarnan og Young Boys eru hins vegar án stiga.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti