Spænsku landsliðskonurnar binda enda á verkfallið eftir loforð um breytingar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. september 2023 07:30 Spænska knattspyrnusambandið lofar landsliðskonunum bót og betrun. Denis Doyle/Getty Images Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa samþykkt að binda enda á verkfall sitt frá landsliðinu eftir að spænska knattspyrnusambandið lofaði tafarlausum og umtalsverðum breytingum. Niðurstaða komst loksins í málið eftir um sjö klukkustunda löng fundarhöld á hóteli utan við Valencia þar sem liðið er samankomið til æfinga fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Fulltrúar spænska landsliðsins, spænska knattspyrnusambandsins, spænska íþróttaráðsins og leikmannasamtaka kvenna sátu fundinn sem lauk um klukkan fimm í morgun að staðartíma. Alls höfðu 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Fimmtán af þeim sem fóru í verkfall voru svo valdar í landsliðið og sex þeirra komu til móts við landsliðið í gær. Leikmennirnir höfðu sagt að þeir myndu ekki leika fyrir spænska landsliðið fyrr en breytingar væru gerðar eftir kossinn alræmda og nú hefur spænska knattspyrnusambandið lofað bót og betrun. „Sameiginleg nefnd verður stofnuð meðal spænska knattspyrnusambandsins, íþróttaráðsins og leikmanna til að fylgja samningnum eftir, sem verður undirritaður á fimmtudag,“ sagði Victor Francos, forseti spænska íþróttaráðsins. „Leikmenn hafa komið sínum skoðunum um breytingar innan spænska knattspyrnusambandsins á framfæri og sambandið hefur skuldbundið sig við að gera þessar breytingar tafarlaust.“ Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Niðurstaða komst loksins í málið eftir um sjö klukkustunda löng fundarhöld á hóteli utan við Valencia þar sem liðið er samankomið til æfinga fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA. Fulltrúar spænska landsliðsins, spænska knattspyrnusambandsins, spænska íþróttaráðsins og leikmannasamtaka kvenna sátu fundinn sem lauk um klukkan fimm í morgun að staðartíma. Alls höfðu 39 leikmenn, þar af 21 af þeim 23 sem tóku þátt á HM staðfestu á dögunum að þær væru farnar í verkfall eftir að Luis Rubiales, fráfarandi forseti spænska sambandsins, kyssti Jenni Hermoso óumbeðinn á munninn eftir að Spánn sigraði England 1-0 í úrslitaleik HM fyrr í sumar. Fimmtán af þeim sem fóru í verkfall voru svo valdar í landsliðið og sex þeirra komu til móts við landsliðið í gær. Leikmennirnir höfðu sagt að þeir myndu ekki leika fyrir spænska landsliðið fyrr en breytingar væru gerðar eftir kossinn alræmda og nú hefur spænska knattspyrnusambandið lofað bót og betrun. „Sameiginleg nefnd verður stofnuð meðal spænska knattspyrnusambandsins, íþróttaráðsins og leikmanna til að fylgja samningnum eftir, sem verður undirritaður á fimmtudag,“ sagði Victor Francos, forseti spænska íþróttaráðsins. „Leikmenn hafa komið sínum skoðunum um breytingar innan spænska knattspyrnusambandsins á framfæri og sambandið hefur skuldbundið sig við að gera þessar breytingar tafarlaust.“
Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti