Sjáðu myndina: Áhrifa Viðars Arnar gætir enn í Tel Aviv Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 13:30 Viðar Örn Kjartansson fagnar marki með Maccabi Tel Aviv á sínum tíma Mynd: Maccabi Tel Aviv Ísland á sína tengingu við ísraelska fótboltaliðið Maccabi Tel Aviv sem á morgun tekur á móti Breiðabliki í fyrstu umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson spilaði á sínum tíma með liði Maccabi Tel Aviv á árunum 2016-2018. Alls spilaði Viðar Örn 92 leiki fyrir félagið, skoraði 44 mörk og 6 stoðsendingar. Hann varð Toto-bikarmeistari með félaginu eitt árið og á sínu fyrsta tímabili með Maccabi Tel Aviv varð hann markahæsti leikmaður ísraelsku úrvalsdeildarinnar, skoraði 19 mörk það tímabilið. Á göngu minni um Tel Aviv í morgun, í nágrenni Bloomfield leikvangsins, rataði ég inn í verslun Maccabi Tel Aviv þar sem nálgast má alls konar varning tengdan félaginu. Það leið ekki á löngu þar til blasti við mér treyja sem er til merkis um tíma Viðars Arnar hjá Maccabi Tel Aviv. Á treyjunni mátti sjá mynd af Viðari Erni fagna marki á sinn eftirminnilega hátt og var treyjan árituð af Selfyssingnum. Fyrir litlar 500 ísraelskar shekler, tæpar 19 þúsund íslenskar krónur, var hægt að næla sér í þennan bút úr sögu félagsins. Gjöf en ekki gjald. Treyjan umrædda, árituð af Viðari ErniVísir/Aron Guðmundsson Leikur Maccabi Tel Aviv og Breiðabliks hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Við verðum á staðnum og færum ykkur allt það helsta frá Tel Aviv. Heimavöllur tveggja erkifjenda Bloomfield leikvangurinn er einkar glæsilegur og þar ríkir oft á tíðum mögnuð stemning. Leikvangurinn er oft á tíðum notaður undir heimaleiki ísraelska landsliðsins en þá er hann einnig heimavöllur tveggja af bestu liðum Ísraels sem eru jafnframt erkifjendur. Auk Maccabi Tel Aviv er Bloomfield leikvangurinn einnig heimavöllur Hapoel Tel Aviv. Þessi tvö lið eiga sér sína sögu og kalla mætti þau erkifjendur en merki beggja má sjá við sitthvorn enda leikvangsins. Við norðurenda vallarins má finna stuðningsmannabúð Hapoel Tel Aviv sem hefur þrettán sinnum orðið ísraelskur meistari en hefur, undanfarinn áratug, mátt þola mikla þurrkatíð hvað titlasöfnun varðar. Síðasti landsmeistara titill liðsins kom tímabilið 2009-2010. Hapoel svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson Við suðurenda leikvangsins má síðan finna heimavöll Maccabi Tel Aviv, liðsins í Tel Aviv sem á að baki glæstari sögu og mun annað kvöld taka á móti Breiðabliki í Sambandsdeildinni. Bloomfield leikvangurinn var upphaflega heimavöllur Maccabi Tel Aviv á árunum 1969-1985. Félagið færði sig hins vegar um set á Ramat Gan leikvanginn árið 1985 en sneri svo aftur á Bloomfield árið 2000 og hefur verið þar síðan þá. Maccabi svæðið á Bloomfield leikvanginumVísir/Aron Guðmundsson
Ísrael Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Fótbolti Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti