Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2023 23:30 Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv ræddi við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis í Tel Aviv fyrr í dag fyrir komandi leik liðsins gegn Breiðabliki. Vísir/Skjáskot Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik,“ segir Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv í samtali við Vísi. „Breiðablik gerði vel á síðasta tímabili og öll lið sem eru komin á þetta stig í Evrópukeppni hljóta að vera á góðu gæðastigi. Við höfum horft á upptökur frá mörgum leikjum Breiðabliks, þetta verður erfiður leikur en jafnframt leikur sem okkur hlakkar mikið til að spila.“ Klippa: Robbie Keane - Viðtal En hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir þennan leik, hvað þurfið þið að passa upp á í leik Breiðabliks? „Við getum bara undirbúið okkur upp að vissu marki með þeim upptökum sem við höfum geta skoðað Breiðablik af. Það hefði auðvitað verið mikið betra ef að ég og mitt teymi hefðum geta verið á leikjum Breiðabliks og stúderað þá út frá því en það var ekki mögulegt í þetta skipti.“ „Við höfum hins vegar greint leiki liðsins í þaula, teljum okkur vita hvar veikleikar þeirra sem og styrkleikar liggja. Fyrst og fremst þurfum við bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vitum hvers við erum megnugir og erum hér á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn og búumst við góðri stemningu á vellinum sem og góðum leik.“ Kæruleysi og vanmat ekki í boði Aðspurður um markmið Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni þetta árið vildi Keane ekki gefa mikið upp: „Ég horfi aðeins á næsta leik, bara næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Það verður enginn auðveldur leikur í þessum riðli og ég held að allir óttist alla og að allir geti unnið alla. Einbeiting mín er öll á leik morgundagsins.“ Maccabi Tel Aviv kemur inn í þessa viðureign sem reynslumeira og stærra félagið á þessu sviði þurfið þið að passa ykkur á því að vanmeta ekki lið Breiðabliks? „Já og við munum gera leikmönnum það alveg ljóst að kæruleysi og vanmat er ekki í boði. Það er ekki í boði að horfa á stöðu liðanna með tilliti til sögunnar, við þurfum að einblína á það sem er fyrir framan okkur og það er morgundagurinn.“ Maccabi Tel Aviv hefur ekki verið í þessari keppni nýlega og því eru margir af mínum leikmönnum að fá fyrsta smjörþefinn af þessari keppni á morgun. Í enda dags eru þetta tvö lið með ellefu leikmenn og á rétta deginum geta allir unnið alla. Við þurfum að passa upp á að við séum réttu megin í leiknum á morgun.“ Gengið vel hingað til en eiga langan veg fyrir höndum Keane tók við þjálfarastöðunni hjá Maccabi Tel Aviv í júní fyrr á þessu ári og hefur gengið afar vel í starfi það sem af er. Maccabi hefur ekki tapað leik undir hans stjórn og er sem stendur á toppi ísraelsku úrvalsdeildarinnar. Sjálfur hefur Keane notið þessa stutta tíma hingað til hjá félaginu. „Reynsla mín af félaginu í heild sinni er mjög góð en ég hef verið það lengi í boltanum að ég veit að í enda dags er þetta bransi þar sem allt snýst um úrslitin sem þú nærð í inn á vellinum. Leikmennirnir hafa trú á minni hugmyndafræði, hafa farið eftir því sem ég bið þá um að gera. Svo snýst þetta um að sýna stöðugleika, við eigum langan veg fyrir höndum til þess að ná því markmiði sem ég hef sett mér með þetta lið en ég nýt mín hér.“ Breiðablik Ísrael Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskan fótbolta en þetta verður fyrsti leikur íslensks karlaliðs í riðlakeppni í Evrópu en auk Blika og Maccabi Tel Aviv eru belgíska liðið Gent og úkraínska liðið Zorya Luhansk einnig í B-riðlinum. „Ég býst auðvitað við erfiðum leik,“ segir Robbie Keane, þjálfari Maccabi Tel Aviv í samtali við Vísi. „Breiðablik gerði vel á síðasta tímabili og öll lið sem eru komin á þetta stig í Evrópukeppni hljóta að vera á góðu gæðastigi. Við höfum horft á upptökur frá mörgum leikjum Breiðabliks, þetta verður erfiður leikur en jafnframt leikur sem okkur hlakkar mikið til að spila.“ Klippa: Robbie Keane - Viðtal En hvernig hafið þið undirbúið ykkur fyrir þennan leik, hvað þurfið þið að passa upp á í leik Breiðabliks? „Við getum bara undirbúið okkur upp að vissu marki með þeim upptökum sem við höfum geta skoðað Breiðablik af. Það hefði auðvitað verið mikið betra ef að ég og mitt teymi hefðum geta verið á leikjum Breiðabliks og stúderað þá út frá því en það var ekki mögulegt í þetta skipti.“ „Við höfum hins vegar greint leiki liðsins í þaula, teljum okkur vita hvar veikleikar þeirra sem og styrkleikar liggja. Fyrst og fremst þurfum við bara að einbeita okkur að okkar leik. Við vitum hvers við erum megnugir og erum hér á heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn og búumst við góðri stemningu á vellinum sem og góðum leik.“ Kæruleysi og vanmat ekki í boði Aðspurður um markmið Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni þetta árið vildi Keane ekki gefa mikið upp: „Ég horfi aðeins á næsta leik, bara næsta leik og hugsa ekki lengra en það. Það verður enginn auðveldur leikur í þessum riðli og ég held að allir óttist alla og að allir geti unnið alla. Einbeiting mín er öll á leik morgundagsins.“ Maccabi Tel Aviv kemur inn í þessa viðureign sem reynslumeira og stærra félagið á þessu sviði þurfið þið að passa ykkur á því að vanmeta ekki lið Breiðabliks? „Já og við munum gera leikmönnum það alveg ljóst að kæruleysi og vanmat er ekki í boði. Það er ekki í boði að horfa á stöðu liðanna með tilliti til sögunnar, við þurfum að einblína á það sem er fyrir framan okkur og það er morgundagurinn.“ Maccabi Tel Aviv hefur ekki verið í þessari keppni nýlega og því eru margir af mínum leikmönnum að fá fyrsta smjörþefinn af þessari keppni á morgun. Í enda dags eru þetta tvö lið með ellefu leikmenn og á rétta deginum geta allir unnið alla. Við þurfum að passa upp á að við séum réttu megin í leiknum á morgun.“ Gengið vel hingað til en eiga langan veg fyrir höndum Keane tók við þjálfarastöðunni hjá Maccabi Tel Aviv í júní fyrr á þessu ári og hefur gengið afar vel í starfi það sem af er. Maccabi hefur ekki tapað leik undir hans stjórn og er sem stendur á toppi ísraelsku úrvalsdeildarinnar. Sjálfur hefur Keane notið þessa stutta tíma hingað til hjá félaginu. „Reynsla mín af félaginu í heild sinni er mjög góð en ég hef verið það lengi í boltanum að ég veit að í enda dags er þetta bransi þar sem allt snýst um úrslitin sem þú nærð í inn á vellinum. Leikmennirnir hafa trú á minni hugmyndafræði, hafa farið eftir því sem ég bið þá um að gera. Svo snýst þetta um að sýna stöðugleika, við eigum langan veg fyrir höndum til þess að ná því markmiði sem ég hef sett mér með þetta lið en ég nýt mín hér.“
Breiðablik Ísrael Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“