David Raya, sem var keyptur til Arsenal frá Brentford í sumar, hefur verið í byrjunarliðinu síðustu tvo leiki liðsins en á undan því hafði Ramsdale byrjað hvern einasta deildarleik Arsenal síðan í mars 2022.
„Ef Ramsdale kemur aftur inn í byrjunarliðið þá þarf hann auðvitað að leggja sig allan fram fyrir liðið,“ byrjaði David Raya að segja er hann var spurður út í málið eftir leik Arsenal gegn PSV í gærkvöldi.
„Þetta er ekki mín ákvörðun heldur er þetta ákvörðun stjórans. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn þar sem tveir heimsklassa markmenn séu í sama liði en þannig er fótboltinn orðinn,“ hélt Raya áfram að segja.
„Stjórinn vill tvo góða leikmenn fyrir hverja einustu stöðu og við þurfum að vinna með því,“ endaði David Raya á að segja.