Enski boltinn

Erik Ten Hag: Verðum að standa saman

Dagur Lárusson skrifar
Erik Ten Hag,
Erik Ten Hag, Vísir/Getty

Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, segir að liðið hans muni vinna hörðum höndum að því að snúa gengi liðsins við.

Manchester United hefur farið illa af stað í deildinni en liðið hefur tapað þremur af fyrstu fimm leikjunum sem og að liðið tapaði fyrir Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni.

„Þetta er annað árið mitt og ég veit að spilamennskan er ekki alltaf frábær hjá okkur. Það koma leikir þar sem við gerum mistök og það sjást augljósir vankantar í okkar leik,“ byrjaði Ten Hag að segja.

„En það sem við verðum að muna er að við verðum einungis sterkari sem lið ef við gerum þetta saman. Ekki bara leikmennirnir heldur þjálfararnir og allir starfsmennirnir í kringum félagið. Við verðum að vera sameinaðir í þessari baráttu,“ endaði Erik Ten Hag að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×