Gylfi umkringdur aðdáendum: „Vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 21:31 Gylfi Þór Sigurðsson hafði í nægu að snúast eftir leikinn í kvöld. Twitter Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur á knattspyrnuvöllinn er hann kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn. Danski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira
Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn.
Danski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Sjá meira