Sérfræðingur Sky spáir ljótum United sigri í kvöld Siggeir Ævarsson skrifar 23. september 2023 11:04 Bruno kvartar Vísir/Getty Manchester United hefur ekki átt sjö dagana sæla í upphafi leiktíðar en liðið hefur tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í öllum keppnum. United mætir sigurlausu liði Burnley í kvöld og sérfræðingur Sky, Lewis Jones, spáir ljótum United sigri. Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Vandræðagangur United hefur ekki farið framhjá neinum en liðið er plagað bæði af miklum meiðslum og ósætti leikmanna. Ber þar hæst opinber ágreiningur Erik ten Hag og Jadon Sancho sem ten Hag setti út úr liðinu fyrr í mánuðinum fyrir leik gegn Arsenal og sagði ástæðuna vera slaka frammistöðu á æfingum. Sancho svaraði fyrir sig fullum hálsi á samfélagsmiðlum og var í kjölfarið einnig tekinn út úr æfingahópi aðalliðsins og virðist misheppnaður ferill hans á Old Trafford vera á enda runninn og er jafnvel reiknað með að hann verði seldur ódýrt í janúar. United greiddi 73 milljónir fyrir leikmanninn 2021 þegar hann kom til liðsins eftir að hafa heillað fólk upp úr skónum með Dortmund. Hjá United hefur hann aðeins skorað níu mörk í 58 deildarleikjum og verða þau varla fleiri úr þessu. Ten Hag hefur fengið fimm miðjumenn til United síðan hann tók við stjórnartaumunum en illa hefur gengið að ná fram stöðugleika á miðsvæðinu. Mason Mount kom til liðsins frá Chelsea í sumar á 55 milljónir punda en heillaði fáa með frammistöðu sinni áður en hann meiddist. Þá fékk ten Hag Casemiro og Christian Eriksen til liðsins í fyrra en þeir hafa ekki fundið sitt gamla form í haust, kannski vegna þess að þeir eru sjálfir að verða gamlir. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meiðslalisti United lengst nánast í hverri umferð en listinn er svo langur í augnablikinu að hann rúmast ekki á einu skjáskoti. Hluti af meiðslalista UnitedSkjáskot Ljósið í myrkrinu fyrir United og stuðningsmenn er þó árangur liðsins gegn liðum í neðri hluta deildarinnar, en United tók 25 stig af 30 mögulegum gegn þeim liðum á síðasta tímabili. Hvort sú tölfræði hjálpar þeim í kvöld er erfitt að segja en það er ljóst að fjölmargir stuðningsmenn liðsins eru orðnir ansi langeygir eftir sigri.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira