Guimarães gekk til liðs við Newcastle 2021 og er talið að hann hafi kostað um 40 milljónir punda. Hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins síðustu ár. Með nýja samningnum þénar hann um 120.000 pund á viku og verður næst launahæsti leikmaður liðsins á eftir Sandro Tonali.
EXCLUSIVE: Newcastle agree new deal with Bruno Guimarães, here we go! It s done contract until June 2028 #NUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2023
Key detail: understand the new deal will include release clause and it will be in the region of £100m.
Bruno, so happy to extend as he loves the club. pic.twitter.com/YI8CaCyeVs
Söluákvæðið hefur vakið upp blendnar tilfinningar meðal stuðningsmanna Newcastle en margir telja það alltof lágt og það sé skýr vísbending um að hann muni yfirgefa liðið fyrr en seinna.
Guimarães, sem er 25 ára, hefur leikið 54 deildarleiki fyrir Newcastle og skorað í þeim níu mörk. Þá hefur han einnig leikið regulega með brasilíska landsliðinu síðustu ár, og er kominn með 14 landsleiki í sarpinn og eitt mark síðan 2020 þegar hann lék sinn fyrsta landsleik.