Viní Jr. ku vera illa plagaður af sýkingu í meltingarfærum sem leiðir af sér ofsafenginn niðurgang. Í tilkynningu félagsins er eðli málsins samkvæmt ekki farið út í mikil smáatriði en miðill Football Report á Twitter er ekkert að tala undir rós.
Real Madrid announce Viní Jr. is out of their squad to face Atleti today due to a bad case of explosive diarrhea pic.twitter.com/lUNHQUNeTz
— Football Report (@FootballReprt) September 24, 2023
Það kann ekki góðri lukku að stýra að reyna að spila fótboltaleik á efsta stigi slæmur í maganum eins og dæmin sanna. Spyrjið bara Gary Lineker sem missti saur í landsleik með Englandi gegn Írlandi árið 1990 eins og frægt er orðið.