Sjö ára börn í Rússlandi læra herkænsku Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. september 2023 16:28 Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur heimsótt skóla og talað um mikilvægi þess að verja landið. Getty/Contributor Sjö ára börnum er kennd herkænska í skólum í Rússlandi. Rússlandsforseti kynnti nýjan skylduáfanga í skólum fyrr á árinu þar sem farið er yfir helstu atriði sem þarf að kunna í stríði. Krakkar á unglingastigi læra að beita vopnum. Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Þar sem áður voru krakkar að leik má nú sjá ung börn í herbúningum læra að marsera undir stjórn kennara sinna. Menntamálaráðuneytið rússneska kynnti nýjar áherslur í aðalnámskrá fyrr á árinu en samkvæmt henni verður einblínt á að kenna börnum hertengda leiki og bjóða upp á heimsóknir háttsettra manna úr hernum. Þá yrði börnum á unglingastigi kennt að læra að beita skotvopnum undir leiðsögn sérfróðra. Námskráin er tilraunaverkefni að svo stöddu en stefnt er að því að innleiða hana að öllu leyti á næsta ári. Áherslur í rússneska skólakerfinu hafa tekið ýmsum breytingum síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst. Til að mynda hefur kennslubókinni „Saga Rússlands,“ sem ætluð er grunnskólabörnum, verið breytt töluvert. Brúin yfir á Krímskaga prýðir nú kápu bókarinnar og kaflaheiti á borð við „sögufölsun“ og „úkraínskur nýnasismi“ hafa litið dagsins ljós. Í nýjum kafla er til dæmis fjallað um áætlanir Úkraínumanna um að komast yfir kjarnorkuvopn og að Vesturveldin vilji knésetja efnahag Rússlands. CNN greinir frá því að kennarar sem hafa verið minna spenntir fyrir nýju áherslunum hafi verið reknir. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir mikilvægt að kenna börnum að efla samheldni og styðja landið. Mikilvægt sé að undirbúa yngri kynslóðina undir herþjónustu.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segjast hafa rofið varnir Rússa við Bakhmut Gagnsókn Úkraínumanna heldur áfram en hefur enn sem komið er skilað litlum árangri í formi frelsaðs landsvæðis. Úkraínskir hermenn sækja þó fram, bæði í suðurhluta landsins og í austri en töluverð óvissa ríkir um mannfall hjá bæði Rússum og Úkraínumönnum. 20. september 2023 09:00