Það var Vedat Muriqi sem kom heimamönnum í Mallorca í forystu strax á áttundu mínútu áður en Raphinha jafnaði metin fyrir Börsunga um það bil fimm mínútum fyrir hálfleikshléið.
Muriqi var þó aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann lagði upp fyrir Abdon Prats sem sá til þess að heimamenn fóru með forystuna inn í hálfleikshléið.
Börsungar jöfnuðu þó metin á ný þegar varamaðurinn Fermin Lopez kom boltanum í netið á 75. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan því 2-2 jafntefli og Mallorca náði í gott stig gegn Barcelona. Mallorca situr nú í 15. sæti spænsku deildarinnar með sex stig eftir sjö leiki, en Barcelona trónir enn á toppnum með 17 stig.