„Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. september 2023 18:58 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins. Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í morgun var greint frá því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefði gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. „Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. Eftir breytingarnar á reglunum er nú skýrt kveðið á um hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við umrædda einstaklinga á grundvelli 15. gr. laganna,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu um breytingarnar. Mikil vonbrigði „Það voru okkur mikil vonbrigði í morgun þegar ráðherra félagsmála tilkynnti okkur einhliða að hann hefði ákveðið að breyta reglugerðum og fyrirmælum, og skilgreina þessa þjónustu sem þjónustu sveitarfélaga án samráðs eða samvinnu við okkur. Þvert á það sem hann veit, að sveitarfélögin hafa lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á að taka þetta verkefni að sér. Hér er verið að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks. Nú hefur ráðherrann skilgreint það að það sé nóg að viðkomandi fái að gista einhversstaðar og mögulega eina máltíð. Þetta er fólk án framfærslu og án nokkurs framfærslugrundvallar hér, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að það sé rétt, þar sem ríkið er að búa til þennan hóp, að þau bara sinni honum áfram. Ég fagna því að Rauði krossinn komi þarna inn, þau gera þetta eflaust vel, og ég skil ekki að það þurfi endilega að blanda sveitarfélögunum í þetta. Við þurfum auðvitað að fara yfir þetta. Þetta var einhliða gert og ekki með okkar aðkomu.“ Hún segir sambandið hafa varað við því í aðdraganda nýrra útlendngalaga að nýr hópur heimilislauss fólks yrði til hér á landi. „Auðvitað er gott að fólk eigi ekki að sofa úti en það er staðreynd að hér er verið að búa til nýjan hóp í íslensku samfélagi. Allir sem eru heimilislausir og fá þjónustu á vegum sveitarfélaganna eru með framfærslu, það er enginn framfærslulaus á Íslandi. Það að búa til nýjan hóp heimilislauss fólks sem er ekki með framfærslu, það er nýr veruleiki og hugnast okkur sveitarfélögunum ekki vel,“ sagði Heiða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent