Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 22:37 Sagan af Dimmalimm í upprunalegri útgáfu og nýrri útgáfu. Forlagið/Óðinsauga Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira