Erlent

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Atli Ísleifsson skrifar
Hinir nýju handhafar Nóbelsverðlaunanna munu deila með sér verðlaunafé upp á tíu milljónir sænskra króna.
Hinir nýju handhafar Nóbelsverðlaunanna munu deila með sér verðlaunafé upp á tíu milljónir sænskra króna. AP

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Frá þessu greindi sænska vísindaakademían í morgun. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram vinna eðlisfræðinganna hafi sýnt fram á að leið til að skapa örstuttan ljóspúls sem hægt er að nýta til að mæla ferla við hreyfingu rafeinda eða þá skapa orku.

Hinir nýju handhafar Nóbelsverðlaunanna munu deila með sér verðlaunafé upp á tíu milljónir sænskra króna.

Agostini starfar við Ohio State University í Bandaríkjunum, Ferenc Kraus við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi og Anne L'Huillier við Lundarháskóla í Svíþjóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×