Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 11:48 Um fimmtán hundruð Venesúelamenn hér á landi bíða eftir endanlegri niðurstöðu frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Vísir/Steingrímur Dúi Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra boðar frekari breytingar á útlendingalögum með frumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því stendur meðal annars til að fella niður heimild til að veita fólki mannúðarleyfi ef umsækjandi um alþjóðlega vernd hefur ekki fengið úrlausn sinna mála innan lögbundinna tíma. Þá verður ekki lengur veitt bráðabirgðadvalarleyfi eftir endanlega synjun umsóknar og reglum um endurgjaldslausa talsmannaþjónustu breytt þannig að rétturinn mun eingöngu ná til málsmeðferðar á kærustigi en ekki til lægri stjórnsýslustiga. Í samantekt um frumvarpið kemur fram að breytingarnar séu gerðar í þágu skilvirkni og sparnaðar. Þeim fjölgi sem verði hér án niðurstöðu Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir fyrirhugað frumvarp ekki koma á óvart. Að hennar mati sé um afturför að ræða. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Arnar „Það er verið að taka fleiri skref í að færa lögin til þess sem þau voru fyrir árið 2016 sem er vonbrigði vegna þess að það voru gerðar miklar útbætur sem juku skilvirkni. Það voru settir tímafrestir sem voru talsvert rýrðir með frumvarpinu sem samþykkt var í mars en nú er verið að afnema þá og það mun gera það að verkum að þeim einstaklingum fjölgar sem verða hér í lengri tíma án þess að fá niðurstöðu og það er sannarlega ekki til að auka skilvirkni né til að spara kostnað, þannig við höfnum því að það sé ástæðan fyrir þessum breytingum.“ Þá segir Arndís miður að skerða eigi þjónustu talsmanna á fyrsta stjórnsýslustigi, sem sé öfugt við þróunina í Evrópu. „Þannig það er líka rangt að við séum að samræma okkar löggjöf því sem gengur og gerist annars staðar, við erum að samræma við löggjöf sem stendur að breyta. Þannig við erum alltaf skrefinu á eftir.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira