Fótbolti

Burnley sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Burnley nældi sér í dýrmæt þrjú stig í kvöld.
Burnley nældi sér í dýrmæt þrjú stig í kvöld. Marc Atkins/Getty Images

Burnley vann loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu er liðið heimsótti Luton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það var Suður-Afríkumaðurinn Lyle Foster sem kom gestunum í Burnley yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir stoðsendingu frá Sander Berge og staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Elijah Adebayo jafnaði svo metin fyrir heimamenn með góðu marki á 84. mínútu, en Jacob Bruun Larsen kom gestunum í Burnley hins vegar yfir á nýjan leik strax í næstu sókn og þar við sat. Aðeins rétt um mínúta á milli markanna og fyrsti sigur Burnley á tímabilinu í höfn.

Burnley er nú með fjögur stig í 18. sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, líkt og Luton sem situr þó sæti ofar með betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×