Halda HM í fótbolta saman en rífast um að fá úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 09:00 Spánn og Marokkó mættust í sextán liða úrslitum á síðasta HM og þar fagnaði Marokkó sigri í vítakeppni. Getty/Marvin Ibo Guengoe Í vikunni var tilkynnt að Spánn, Marokkó og Portúgal muni halda saman heimsmeistaramót karla í fótbolta árið 2030. Þjóðirnar þurfa því að vinna vel saman en strax má lesa fréttir um ósætti þeirra á milli. Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023 HM 2030 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira
Tvær af þjóðunum þremur, Spánn og Marokkó, halda því nefnilega fram að þau verði með úrslitaleikinn í keppninni. Portúgal virðist ekki ætla að blanda sér í það rifrildi. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar, sagðist í útvarpsviðtali í gær búast við því að úrslitaleikurinn færi fram á Spáni. Fouzi Lekjaa, yfirmaður marokkóska fótboltasambandsins, sagði aftur á móti í útvarpsviðtali í heimlandi sínu að það væri markmiðið að halda úrslitaleikinn í Casablanca í Marokkó. ESPN segir frá. Morocco and Spain battling to host 2030 WC finalA day after Morocco and Spain were nominated as joint hosts of the 2030 World Cup -- along with Portugal -- there were signs of friction, with both countries laying claim to being the venue for the final.https://t.co/QYmr625DTE— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) October 5, 2023 FIFA tilkynnti að hvar HM 2030 færi fram einu ári fyrr en búist var við og kom tilkynningin mörgum á óvart. Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ og Paragvæ, fá að halda einn opnunarleik hvert til að halda upp á hundrað ára afmæli keppninnar en restin fer fram á Spáni, í Portúgal og í Marokkó. Það lítur út fyrir að Argentínumenn séu ekki alveg sáttir við sinn hlut því stjórnmálamenn og forráðamenn argentínska sambandsins töluðu um að argentínska sambandið myndi sækjast eftir því að fá fleiri leiki en þennan eina. Það hafa verið deilur á milli Spánar og Marokkó vegna þess að mikill straumur ólöglegra innflytjanda til Spánar hefur verið í gegnum Marokkó. Nú gætu þjóðirnar farið að rífast um að fá að halda stærsta mögulega íþróttakappleik í heimi, sjálfan úrslitaleik HM karla í fótbolta. Fulltrúar Marokkó, Spánar og Portúgals munu hittast 18. október í Rabat í Marokkó þar sem farið verður yfir mögulega leikjadagskrá mótsins. Staðsetning úrslitaleiksins mun væntanlega skýrast eftir þau fundahöld. Morocco, Portugal and Spain will host the 2030 World Cup, with Uruguay, Argentina and Paraguay hosting the first three games to mark the tournament s 100-year anniversary All six teams will automatically qualify and it will be the first tournament ever to be played across pic.twitter.com/Y3uelecU3k— B/R Football (@brfootball) October 4, 2023
HM 2030 í fótbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sjá meira