Innlent

Braust inn og hafði á brott borðtölvu, iPhone og iPad

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá málunum greinir lögregla í fréttaskeyti.
Frá málunum greinir lögregla í fréttaskeyti. vísir/vilhelm

Tilkynnt var um tvö innbrot í höfuðborginni í morgun. Í öðru innbrotinu hafði þjófurinn á brott, ásamt fleiru, borðtölvu, iPhone og iPad.

Frá þessu er greint í fréttaskeyti lögreglunnar þar sem farið er yfir verkefni lögreglunnar í dag. 

Bæði innbrotin eru skráð klukkan 7:43 í morgun. Í hinu innbrotinu var brotist inn í vinnuskúr og fatnaði stolið. Í báðum tilkvikum er ekki vitað hver stóð að verki. 

Þá var nokkuð um tilkynningar um fólk í annarlegu ástandi og veikindi sem lögregla sinnti, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Í Kópavogi og Breiðholti var ekkert að frétta.

Í Hafnarfirði var einnig tilkynnt um tilraun til innbrots og skemmdarverk og tveir menn handteknit. Í Grafarvogi var tilkynnt um líkamsárás og skemmdarverk þar sem þolandi varð fyrir minniháttar meiðslum. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×