Innlent

Kona ráfandi um á sokkunum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nokkuð var um ölvun og stimpingar í Miðbæ Reykjavíkur í nótt. Myndin er úr safni.
Nokkuð var um ölvun og stimpingar í Miðbæ Reykjavíkur í nótt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Tæplega áttatíu mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, en þar segir að nokkuð hafi verið um ölvun og stimpingar í miðborginni. Þar gistu þrír einstaklingar fangageymslu eftir nóttina.

Á lögreglustöð fjögur, sem sér um eftirlit með Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, fékk lögregla tilkynningu um konu ráfandi um á sokkunum. Henni var ekið í húsaskjól.

Fram kemur að sjö ökumenn hafi verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×