Á lögreglustöð fjögur, sem sér um eftirlit með Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, fékk lögregla tilkynningu um konu ráfandi um á sokkunum. Henni var ekið í húsaskjól.
Fram kemur að sjö ökumenn hafi verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.