Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2023 12:30 Vinirnir Ragnar Sigurðsson (þjálfari Fram) og Ragnar Bragi Sveinsson (fyrirliði Fylkis) mætast í mikilvægum leik í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag Vísir/Samsett mynd Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“ Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
„Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“
Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Í beinni: Everton - Liverpool | Síðasti borgarslagur á þessum stað Enski boltinn Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira