Vinskapur nafnanna settur til hliðar í dag: „Ábyggilega furðulegt fyrir hann“ Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2023 12:30 Vinirnir Ragnar Sigurðsson (þjálfari Fram) og Ragnar Bragi Sveinsson (fyrirliði Fylkis) mætast í mikilvægum leik í lokaumferð Bestu deildarinnar í dag Vísir/Samsett mynd Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir þægilegt fyrir sitt lið að vita að það hafi örlögin í sínum höndum fyrir mikilvægan leik gegn Fram í einum af fallbaráttuslag dagsins í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, er uppalinn Fylkismaður og vinur Ragnars Braga sem telur furðulega stöðu blasa við vini sínum. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“ Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
„Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Þetta verður hörku leikur,“ segir Ragnar Bragi í samtali við Vísi. „Það er flott veður og mér skilst að það verði fullt af fólki á vellinum í dag. Þetta verður bara stemning.“ Það ræðst í dag hvaða lið fellur með Keflavík úr Bestu deildinni. Fyrir leiki dagsins í lokaumferðinni eru fjögur lið: Fram, HK, Fylkir og ÍBV, í fallhættu en viðureign Fylkis og Fram á Wurth-vellinum í Árbænum, er eini leikur dagsins þar sem bæði lið eiga á hættu á að falla. „Þetta er auðvitað bara, eins og flestir vita, bara mjög spennandi,“ segir Ragnar Bragi, aðspurður um hvernig sé að fara inn í svona leik þar sem að allt er undir. „Það er alltaf gaman að taka þátt í leikjum sem skipta miklu máli. Þessi leikur skiptir miklu máli fyrir félagið í heild sinni, okkur sem lið og hverfið sem við erum fulltrúar fyrir. Verkefnið er því mjög spennandi og við erum með þetta í okkar höndum. Það er alltaf þægilegra. Við þurfum ekki að treysta á einhverja aðra en okkur sjálfa. Við erum því algjörlega fókuseraðir á að klára okkar verkefni og þá fer þetta allt vel.“ Sigur í dag tryggir veru Fylkis í deildinni. Jafntefli nægir Fram til þess að tryggja sætið sitt. „Ég á von á þannig leik að bæði lið munu reyna að vinna hann. Fram er í hörku góðri stöðu. Liðið er ekki alveg sloppið við fall en er nánast öruggt. Ég á ekki von á öðru en að þeir, undir stjórn Ragga, muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að vinna leikinn. Við munum gera það sama. Við ætlum að fara inn í þennan leik, setja kraft í hann og ná stjórninni sem fyrst. Vinna þennan leik.“ Einn athyglisverðasti punkturinn við leik liðanna í dag er sú staðreynd að Ragnar Sigurðsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og uppalinn Fylkismaður, er þjálfari Fram og einnig góður vinur nafna síns Ragnars Braga. „Við Raggi erum góðir vinir og höfum þekkst lengi. Nú er hann náttúrulega bara að þjálfa Fram liðið sitt. Auðvitað er þetta ábyggilega skrýtin staða fyrir hann en sem þjálfari Fram vill hann náttúrulega bara að sitt lið vinni þennan leik. Ef hann fengi hins vegar að velja þá myndi hann held ég velja að eitthvað annað lið en Fylkir og Fram myndi falla. Það verður ábyggilega furðulegt fyrir hann að fara inn í þennan leik en ég veit að hans fókus er á að hans lið klári sitt. En akkúrat sú staðreynd að þið séuð vinir en í sitt hvoru liðinu í dag. Var skrúfað niður í öllum samskiptum ykkar á milli í aðdraganda leiksins? „Nei, nei alls ekkert svoleiðis. Við ræddum aðeins leikinn okkar á milli fyrr í vikunni en ekkert dýpra en það að þeir ætluðu sér að vinna og að sama skapi er það markmiðið hjá okkur í Fylki. Ekkert meira en það.“
Besta deild karla Fylkir Fram Íslenski boltinn Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira