Vilja aðstoða ofbeldismenn að axla ábyrgð Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2023 23:33 Hjálmar hvetur alla til að fylgjast með ráðstefnunni á morgun þar sem fjallað verður um ofbeldismenn á Íslandi. Vísir/Sigurjón Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun. Hjálmar Gunnar Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum, hefur frá árinu 2018 haldið námskeiðið Bandamenn hjá Stígamótum. Námskeiðin voru sett af stað í kjölfar #metoo en Hjálmar segir að þá hafi ráðgjöfum Stígamóta þótt kjörið tækifæri til að ræða það hvar karlmenn væru staddir í þeirri umræðu sem þá fór fram í samfélaginu. „Þá ákváðum við að sameina nokkrar hugmyndir og í stuttu máli snýst þetta um að veita þeim mönnum sem vilja taka þátt í baráttunni verkfæri til þess,“ segir Hjálmar en samtökin halda á morgun ráðstefnuna Ofbeldismenn á Íslandi. „Það verður leitast við að svara eftirfarandi spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn til að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þetta eru allt spurningar sem Stígamót hafa reynt að vekja athygli á árum saman og farið ýmsar leiðir til þess,” segir Hjálmar og að námskeiðin séu ein leið til þess. Þar séu menn fræddir um ýmis hugtök og staðan í samfélaginu og umræðan skoðuð út frá feðraveldinu og nauðgunarmenningu. „Þannig sköpum við rými til að ræða þessa hluti,“ segir Hjálmar og að markmiðið sé að karlmenn geti tekið þekkinguna sem þeir fái og nýtt hana í samræður við aðra karlmenn. Fá aðstoð við að taka umræðuna „Þetta er þá eitthvað innlegg sem hjálpar þeim að taka næsta skrefið og skapar rými fyrir þá til að ákveða það hvernig þeir taki umræðuna í sínu nærumhverfi, vinnu eða heimili, eða sama hvar þar er. Þannig að samfélagið, vinnustaðurinn og fjölskylduumhverfið sé gert brotaþolavænt.“ Finnst þér karlmenn tilbúnir til að taka þessa umræðu? „Já, það eru fleiri karlar til. Ekki nóg, en það eru fleiri sem hafa sýnt áhuga. Sumir sem hafa pælt í þessu lengi,“ segir Hjálmar. Hann segir um 200 karlmenn þegar hafa komið á námskeiðið. Aldursbilið er breitt og hópurinn fjölbreyttur.„Það eru ólíkar ástæður fyrir því að þeir komu. Sumir voru búnir að velta þessu fyrir sér lengi á meðan aðrir voru að velta því fyrir sér hvar málaflokkurinn væri staddur og umræðan,“ segir Hjálmar og að það hafi sýnt sig vel frá því að #metoo hófst að umræðan er flóknari en svo að hægt sé að taka eina afstöðu gagnvart sínu umhverfi. „Þátttakendur hafa verið frekar fjölbreyttur hópur og ef þeir eiga eitthvað sameiginlegt er það að hafa eitthvað pælt í þessu. Allt frá því að eiga brotaþola í sínu nærumhverfi, að vera á vinnustað þar sem hefur komið upp mál eða upplifa að umræðan hafi komið við þá. Það hefur verið erfitt að láta umræðuna ekki koma við sig, en það virðist samt enn vera þannig á meðal sumra karla að þeim finnist þessi umræða ekki koma sér við, eða þeir fara í rosalega vörn,“ segir Hjálmar og að með því að kynna nálganir og rannsóknir vonist Stígamót til þess að umræðan verði opin og góð. Hjálmar segir gefið að flestir þekki gerendur en að margir eflaust viti ekki af því. „Þú veist bara ekki af því. Við flest vitum af einhverjum brotaþolum í okkar lífi. Áður fyrr gat fólk sagt að það þekkti enga brotaþola, en það hefur breyst. Fólk veit betur og umræðan hefur opnað á það en umræðan á erfiðara með að taka á gerendum og ofbeldismönnum,“ segir Hjálmar. Ráðstefna tileinkuð ofbeldismönnum Á morgun halda Stígamót ráðstefnu sem tileinkuð er ofbeldismönnum. Hjálmar segir að tilgangurinn með ráðstefnunni sé að skoða landslagið, hvar við erum stödd en einnig varpa ljósi á rannsóknir, úrræði og leiðir til að taka á ofbeldismönnum. „Við vonum að þetta verði upphafið að því að við förum að tala meira og á markvissan hátt um gerendur. Hverjir eru þeir og hvað við sem samfélag getum gert.“ Hjálmar segir þessa umræðu koma okkur öllum við. „Það er einhver menning sem skapar og réttlætir og gerir lítið út nauðgunarmenningu. Þetta snýst ekki bara um ofbeldið sjálft heldur líka aðdragandann og það sem gerist á eftir. Við á Stígamótum hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með ráðstefnunni á morgun, það er enn hægt að skrá sig í streymi. Á ráðstefnunni verður einnig kynnt ný skýrsla Stígamóta um ofbeldismenn kynferðisofbeldis. Í henni er einnig tekið saman hvað er hægt að gera til þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi, nánar tiltekið hvað við getum öll gert til þess að skapa ábyrgðamenningu í okkar daglega lífi, það er menningu þar sem er ekki bara sjálfgefið að styðja við brotaþola, heldur þar sem ofbeldismenn eru kallaðir til ábyrgðar og þeir aðstoðaðir við að axla ábyrgð,“ segir Hjálmar að lokum. Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hjálmar Gunnar Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum, hefur frá árinu 2018 haldið námskeiðið Bandamenn hjá Stígamótum. Námskeiðin voru sett af stað í kjölfar #metoo en Hjálmar segir að þá hafi ráðgjöfum Stígamóta þótt kjörið tækifæri til að ræða það hvar karlmenn væru staddir í þeirri umræðu sem þá fór fram í samfélaginu. „Þá ákváðum við að sameina nokkrar hugmyndir og í stuttu máli snýst þetta um að veita þeim mönnum sem vilja taka þátt í baráttunni verkfæri til þess,“ segir Hjálmar en samtökin halda á morgun ráðstefnuna Ofbeldismenn á Íslandi. „Það verður leitast við að svara eftirfarandi spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt að aðstoða menn til að hætta að beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þetta eru allt spurningar sem Stígamót hafa reynt að vekja athygli á árum saman og farið ýmsar leiðir til þess,” segir Hjálmar og að námskeiðin séu ein leið til þess. Þar séu menn fræddir um ýmis hugtök og staðan í samfélaginu og umræðan skoðuð út frá feðraveldinu og nauðgunarmenningu. „Þannig sköpum við rými til að ræða þessa hluti,“ segir Hjálmar og að markmiðið sé að karlmenn geti tekið þekkinguna sem þeir fái og nýtt hana í samræður við aðra karlmenn. Fá aðstoð við að taka umræðuna „Þetta er þá eitthvað innlegg sem hjálpar þeim að taka næsta skrefið og skapar rými fyrir þá til að ákveða það hvernig þeir taki umræðuna í sínu nærumhverfi, vinnu eða heimili, eða sama hvar þar er. Þannig að samfélagið, vinnustaðurinn og fjölskylduumhverfið sé gert brotaþolavænt.“ Finnst þér karlmenn tilbúnir til að taka þessa umræðu? „Já, það eru fleiri karlar til. Ekki nóg, en það eru fleiri sem hafa sýnt áhuga. Sumir sem hafa pælt í þessu lengi,“ segir Hjálmar. Hann segir um 200 karlmenn þegar hafa komið á námskeiðið. Aldursbilið er breitt og hópurinn fjölbreyttur.„Það eru ólíkar ástæður fyrir því að þeir komu. Sumir voru búnir að velta þessu fyrir sér lengi á meðan aðrir voru að velta því fyrir sér hvar málaflokkurinn væri staddur og umræðan,“ segir Hjálmar og að það hafi sýnt sig vel frá því að #metoo hófst að umræðan er flóknari en svo að hægt sé að taka eina afstöðu gagnvart sínu umhverfi. „Þátttakendur hafa verið frekar fjölbreyttur hópur og ef þeir eiga eitthvað sameiginlegt er það að hafa eitthvað pælt í þessu. Allt frá því að eiga brotaþola í sínu nærumhverfi, að vera á vinnustað þar sem hefur komið upp mál eða upplifa að umræðan hafi komið við þá. Það hefur verið erfitt að láta umræðuna ekki koma við sig, en það virðist samt enn vera þannig á meðal sumra karla að þeim finnist þessi umræða ekki koma sér við, eða þeir fara í rosalega vörn,“ segir Hjálmar og að með því að kynna nálganir og rannsóknir vonist Stígamót til þess að umræðan verði opin og góð. Hjálmar segir gefið að flestir þekki gerendur en að margir eflaust viti ekki af því. „Þú veist bara ekki af því. Við flest vitum af einhverjum brotaþolum í okkar lífi. Áður fyrr gat fólk sagt að það þekkti enga brotaþola, en það hefur breyst. Fólk veit betur og umræðan hefur opnað á það en umræðan á erfiðara með að taka á gerendum og ofbeldismönnum,“ segir Hjálmar. Ráðstefna tileinkuð ofbeldismönnum Á morgun halda Stígamót ráðstefnu sem tileinkuð er ofbeldismönnum. Hjálmar segir að tilgangurinn með ráðstefnunni sé að skoða landslagið, hvar við erum stödd en einnig varpa ljósi á rannsóknir, úrræði og leiðir til að taka á ofbeldismönnum. „Við vonum að þetta verði upphafið að því að við förum að tala meira og á markvissan hátt um gerendur. Hverjir eru þeir og hvað við sem samfélag getum gert.“ Hjálmar segir þessa umræðu koma okkur öllum við. „Það er einhver menning sem skapar og réttlætir og gerir lítið út nauðgunarmenningu. Þetta snýst ekki bara um ofbeldið sjálft heldur líka aðdragandann og það sem gerist á eftir. Við á Stígamótum hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með ráðstefnunni á morgun, það er enn hægt að skrá sig í streymi. Á ráðstefnunni verður einnig kynnt ný skýrsla Stígamóta um ofbeldismenn kynferðisofbeldis. Í henni er einnig tekið saman hvað er hægt að gera til þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi, nánar tiltekið hvað við getum öll gert til þess að skapa ábyrgðamenningu í okkar daglega lífi, það er menningu þar sem er ekki bara sjálfgefið að styðja við brotaþola, heldur þar sem ofbeldismenn eru kallaðir til ábyrgðar og þeir aðstoðaðir við að axla ábyrgð,“ segir Hjálmar að lokum.
Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira