„Of mikið stress að þjálfa meistaraflokk“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2023 07:31 Gylfi Sigurðsson verður í sviðsljósinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson segir það enn algerlega óljóst hvenær hann leggi skóna á hilluna en hann er nýorðinn 34 ára gamall. „Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
„Ég ætlaði einhvern tímann að hætta þegar ég væri 32 eða 33 ára. Ég mun spila einhvern tíma í viðbót. Ég get ekki sagt til um hversu lengi. Ég ætla að klára þetta tímabil og sjá svo til hvernig mér líður. Hvað sé í boði og mig langar að gera,“ segir Gylfi í samtali við Guðmund Benediktsson. „Það sem ég hef mest gaman af núna er að spila fyrir landsliðið. Spila fyrir Ísland. Auðvitað svo að vera í allt öðruvísi umhverfi hjá Lyngby en ég hef verið vanur. Þegar líkaminn er kominn aftur í gott stand get ég leikandi spilað nokkur ár í viðbót.“ Þó svo Gylfi eigi nokkur ár eftir er hann farinn að huga að því hvað skuli gera er skórnir fara í hilluna. „Ég er með hinar og þessar pælingar en ekkert sem endilega bíður mín. Ég hef áhuga á að þjálfa yngri leikmenn sem eru efnilegir, vilja ná langt og hafa áhuga á að bæta sig. Ég held ég hafi ekki áhuga á að þjálfa meistaraflokk eða aðallið. Ég held að það sé of mikið stress og sé það á þeim þjálfurum sem ég hef haft í gegnum tíðina. „Umboðsmennska er líka eitthvað sem ég hef áhuga á. Miðla af reynslu og hjálpa leikmönnum sem vilja fara erlendis. Svo er það líka ráðgjöf. Fyrir mig persónulega hefði verið frábært að hafa einhvern sem hefur verið í atvinnumennsku í mörg ár og farið í gegnum ýmislegt.“ Þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum líta menn oft til baka og hugsa hvort þeir hefðu átt að fara í annað lið eða álíka. Gylfi sér þó ekki eftir neinu. „Ég hef alltaf tekið stöðuna hvernig mér líði og hvað ég vilji gera. Ef ég hef verið einhvers staðar og viljað fara þá hef ég ekki getað séð eftir því. Fyrir mig persónulega hefur þetta verið mjög skemmtilegur ferill.“ Klippa: Vill ekki þjálfa meistaraflokk
Landslið karla í fótbolta Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira