Handtökuskipun gefin út á hendur Sturridge vegna vangoldinna fundarlauna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2023 17:45 Daniel Sturridge lék á sínum tíma með Liverpool. Quality Sport Images/Getty Images Handtökuskipun hefur verið gefin út í Los Angeles í Bandaríkjunum á hendur Daniel Sturridge, fyrrverandi leikmanns Liverpool, Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu. Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar. Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Handtökuskipunin var gefin út í kjölfar þess að Sturridge mætti ekki fyrir rétt. Sturridge átti að mæta fyrir rétt vegna máls sem á rætur sínar að rekja til ársins 2019 þar sem leikmaðurinn fyrrverandi greindi frá því að hundinum Lucci hafi verið rænt af heimili í Los Angeles. Sturridge bauð fundarlaun þeim sem myndi finna hundinn heilann á húfi. Rapparinn Killa Fame, sem heitir réttu nafni Foster Washington, birti myndir af hundinum á samfélagsmiðlum og hjálpaði Sturridge þar með að finna hundinn. Leikmaðurinn fyrrverandi greiddi rapparanum hins vegar aldrei fundarlaunin og árið 2021 var Sturridge dæmdur til að greiða Killa Fame 30.000 dollara fyrir að finna hundinn, en það samsvarar um 4,2 milljónum króna. 🚨🚨| An arrest warrant is issued for Daniel Sturridge after he failed to appear in Los Angeles court over a $30,000 reward he allegedly owed to man who found his missing dog in 2019. [@MailSport] pic.twitter.com/9u2fESTRRC— CentreGoals. (@centregoals) October 12, 2023 Sturridge sagði hins vegar frá því á samfélagsmiðlum sínum á sínum tíma að hann hafi greitt ungum dreng fundarlaun fyrir að finna hundinn og það hafi alls ekki verið Killa Fame sem varð til þess að hundurinn fannst. Sturridge hefur því aldrei greitt rapparanum. Sturridge átti að mæta í dómsal í síðasta mánuði, en hann lét aldrei sjá sig. Málið verður tekið upp á ný þann 30. nóvember næstkomandi og hefur dómari málsins gefið út handtökuskipun á hendur Sturridge og þaðan verður hann færður til réttar.
Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira